Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 141
U m r æ ð u r
TMM 2006 · 2 141
kröfu til Sjónvarpsins enda ætti sameiginlegt sjónvarp Íslendinga að leggja
áherslu á það sem bindur þjóðina saman, t.d íslenska menningu, og fræða fólk
um það sem er efst á baugi í þeim málum.
Líklega eru það fjármunir, eða öllu heldur skortur á þeim, sem ráða því að
nánast allri innlendri dagskrárgerð er troðið í einn allsherjar-og-alltumlykj-
andi þátt. Ef horft er framhjá peningunum er það hins vegar alveg ótrúlegt að
Sjónvarpið geti ekki haldið úti faglegri umfjöllun um listir og menningu. Og
þá er átt við eitthvað meira en það þegar faglegur gagnrýnandi mætir og spýt-
ir út úr sér dómum á hríðskotabyssuhraða til að falla inn í fjögurra mínútna
„slottið“ sem er ætlað undir menninguna.
Út fyrir rammann
Í langflestum Evrópulöndum tíðkast sérstakir menningar- og bókmenntaþætt-
ir, sums staðar eru þeir meira að segja meðal vinsælasta sjónvarpsefnisins. Sem
dæmi má nefna franska bókmenntaþáttinn „Apostrophes“ („Úrfellingar-
merki“) sem var lengi vel einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Frakklands. Stjórn-
andi þáttarins, Bernard Pivot, er í sömu deild og Þórhallur og Logi Bergmann
þar sem hann var meðal annars kosinn kynþokkafyllsti Frakkinn. Þátturinn
gekk í fimmtán ár. Í framhaldinu varð til þátturinn „Bouillon de culture“ með
sama sjónvarpsvæna stjórnandanum en á breiðari grundvelli.
Meðal þess sem var hvað vinsælast í þeim þætti voru umræður sem byggðust
á tilteknum spurningum. Pivot fékk þá til sín gesti og þeir ræddu málin út frá
fyrirfram gefnum spurningum, til dæmis um uppáhaldsorð gestanna, upp-
áhaldsblótsyrði þeirra eða hvað „kveikti í þeim“, hvort sem er andlega, líkam-
lega eða tilfinningalega. Þetta upplegg naut mikilla vinsælda og bandaríski
rithöfundurinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton tók þetta form upp í eigin
þáttum, „Inside the Actors Studio“.
En gallinn við þetta eins og margar aðrar góðar hugmyndir er að þetta tekur
tíma og kostar þar af leiðandi peninga. Eða hvað? Kostar kannski ekkert meira
að fá fólk menntað á viðkomandi sviði til að stýra umræðum í sjónvarpi en
aðra? Og er kannski ekkert dýrara eða tímafrekara að spyrja öðruvísi spurn-
inga en „Um hvað fjallar nýjasta bókin þín?“ og „How do you like Iceland?“?
Aðallega kallar þetta á frumlega hugsun sem fer út fyrir rammann sem við
nauðaþekkjum úr íslensku sjónvarpi, bæði Dagsljósi og Kastljósinu (þessu í
miðið!). Aðallega snýst þetta um að festast ekki í fari og tala ekki alltaf eins. Því
í Kastljósi er ekki endilega verið að tala um það sama, það er bara talað eins.
Ekki skal lítið gert úr fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins sem virðist svo veruleg-
ur að forráðamenn stofnunarinnar þræta nú við Sinfóníuhljómsveit Íslands
um hvor eigi að eiga fiðlu nokkra sem virðist eiga að bjarga fjárhag RÚV en
Sinfónían vill halda í af nokkuð augljósum ástæðum. En þetta er ekki bara
spurning um peninga. Sem stendur liggur við að fagleg menningarumfjöllun
RÚV einskorðist við Rás 1 sem heldur úti metnaðarfullri dagskrá þar sem
fagmenn fjalla um málin. Rás 2 hefur svo sýnt mikinn metnað í að kynna