Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 142
U m r æ ð u r
142 TMM 2006 · 2
íslenska og erlenda samtímatónlist og fjalla um hana frá ýmsum hliðum. Sjón-
varpið hlýtur að hafa einhvern metnað í þessa átt líka. Ekki er það svo dýrt
þegar allt kemur til alls.
Tapas mettar ekki tóman maga
Hvað er þá til ráða? Vandinn er ekki sá að Kastljós sé illa gerður þáttur enda
nýtur hann vinsælda hjá þjóðinni og þar er tæpt á öllum helstu málum eins og
ætlast er til. En Sjónvarpið ætti meðfram Kastljósi að halda úti þáttum sem
gera meira en bara tæpa á málum. Það er ögrandi verkefni að kafa djúpt í sjón-
varpi þar sem ávallt er ætlast til að öll umfjöllun sé stutt og snaggaraleg. En það
er hægt. Þau dæmi þekkjum við í sjónvarpi víða í Evrópu og engin ástæða er til
að ætla að við getum ekki líka sinnt því.
Við eigum öll hráefnin í góðan menningarþátt. Kynþokkafullan stjórnanda,
spennandi viðmælendur og frumlega hugsun. Það þarf bara að ákveða að setja
þetta allt saman í einn pott. Þá gætum við fengið menningarþátt í Sjónvarpinu
með menningarumfjöllun fagmanna og fræðimanna, fylgst með óvæntum
nálgunum eins og spurningalistanum hans Bernards Pivots forðum daga og
fengið tíma til að kafa aðeins dýpra, ekki bara horfa á þátt þar sem er tæpt á
öllu og maður þarf að horfa á allt hitt líka til að fá örskammt af menningu beint
í æð. Ef slíkur þáttur væri líka í boði væri bara gaman að horfa á Kastljós, dans-
andi hunda, legu Sundabrautar, heimaprjón og gagnrýni „í hnotskurn“.
Kastljós er nefnilega eins og heimsókn á rándýran Tapas-bar þegar maður er
svangur. Á diskinum eru bara nokkrir munnbitar sem duga skammt ofan í
tóman maga. Eftir fimm bita er maður enn svangur en peningurinn og tíminn
búinn.
Sigþrúður Gunnarsdóttir
Hvenær hættir eldspýta
að vera eldspýta?
Í ágætu þemahefti tímaritsins Jóns á Bægisá sem kom út fyrir skemmstu og er
að mestu helgað ævintýrum H.C. Andersens birtist grein eftir Jónínu Óskars-
dóttur um nokkrar þýðingar á ævintýrinu um litlu stúlkuna með eldspýturnar.
Þýðingarnar sem Jónína skoðar og ber saman eru eftir Steingrím Thorsteins-
son, Björgúlf Ólafsson, Þorstein frá Hamri og Sigrúnu Árnadóttur. Sá regin-
munur er á tveimur fyrri þýðingunum og þeim síðari að Steingrímur og Björg-
úlfur þýða frumtexta Hans Christians á meðan Þorsteinn og Sigrún þýða
myndskreyttar endursagnir. Þetta tekur Jónína að vísu fram en ber þýðing-