Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 143
U m r æ ð u r
TMM 2006 · 2 143
arnar fjórar þó saman eins og sambærilegar væru, með hliðsjón af uppruna-
legum texta ævintýranna, og finnur þýðingum á endursögnunum því eðlilega
flest til foráttu. Einkum hnýtir Jónína í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur og því
gríp ég til svara hér að mér finnst hún með því vega ómaklega að öndvegisþýð-
anda.
Jónína byggir grein sína á rannsóknum og umræðum danskra bókmennta-
fræðinga og rithöfunda um mismunandi þýðingar á verkum H.C. Andersens.
Þeir skoða þýðingarnar með hliðsjón af danska frumtextanum sem liggur þeim
til grundvallar og geta því frá sjónarhorni upprunalega textans rannsakað
hvernig þýðingar eru ýmist trúar frumtextanum eða breyta út af honum. Vitn-
ar hún í doktorsritgerð Viggo Hjørnager Pedersens sem bendir á að veigamikl-
ar breytingar á texta ævintýranna sé einkum að finna í enskum þýðingum og
leiðir að því líkur að það sé vegna þess að Andersen gaf ævintýrin út með und-
irtitlinum „fortalt for børn“ og hinir svokölluðu þýðendur séu ævinlega að
reyna að uppfylla það – gera flókin og furðuleg ævintýri danska sagnaskálds-
ins aðgengileg fyrir smáfólkið þó að sum þeirra eigi fremur erindi við rígfull-
orðið fólk. Þetta eru áhugaverðar pælingar og mikilvægt að ræða hvernig er
réttlætanlegt að fara með texta sem fallinn er úr höfundarrétti og hversu langt
„þýðendum“ slíkra texta leyfist að teygja sig.
Þessa nálgun dönsku fræðimannanna á ævintýrin notar Jónína óbreytta þó
að sjónarhorn hennar hljóti að vera allt annað. Einungis tveir þeirra texta sem
hún hefur til hliðsjónar eru þýðingar á frumtexta Hans Christians, hinir
byggja á allt öðrum frumtexta, öðrum spænskum og hinum hollenskum sem
báðir eru síðan þýddir úr ensku. Því er allsendis óhæft að gagnrýna þýðendur
þeirra fyrir að vera ótrúir frumtexta Andersens. Það má vel gagnrýna það að
listræn ævintýri séu yfirhöfuð endurrituð og það má gagnrýna hvern þann
útgefanda sem velur að gefa út slíka endursögn í stað trúrrar útgáfu á upp-
runalega textanum en þýðandi getur ekki annað en fylgt þeim frumtexta sem
honum er falið að þýða, hversu heimskulegur sem hann er. Og það gera Þor-
steinn og Sigrún svikalaust, enda bæði algerir reginsnillingar þegar kemur að
meðferð íslenskrar tungu.
Í upphafi greinar sinnar segist Jónína hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir
rannsókn sína að það vanti sárlega nýja þýðingu á verkum H.C. Andersens. Í
ljósi þess og vegna þeirra hörðu orða sem hún lætur falla um þýðingu Sigrúnar
Árnadóttur á áðurnefndri útgáfu á ævintýrum H.C. Andersens er óskiljanlegt
að greinarhöfundur skuli hunsa með öllu nýja þýðingu Sigrúnar á tólf ævintýr-
um H.C. Andersens sem komu út hjá Vöku-Helgafelli árið 2004, meðal annars
ævintýrinu um litlu stúlkuna með eldspýturnar. Þar þýðir Sigrún úr frumtext-
anum en leggur sig fram um að gera ævintýrin aðgengileg fyrir nútímabörn.
Meðal annars kýs Sigrún að gefa margumræddu ævintýri nýtt heiti og kalla
það „Litlu stelpuna með eldspýturnar“. Gaman hefði verið að vita hvaða skoð-
un Jónína hefur á þessari nafngift því grein hennar fjallar að töluverðu leyti
um það hvernig þýðendunum tekst misvel að fanga það alþýðlega talmál sem
Hans Christan beitti í ævintýrum sínum. Með það fyrir augum er gaman að