Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 144
U m r æ ð u r
144 TMM 2006 · 2
bera texta Sigrúnar saman við texta Þorsteins og Björgúlfs og allar þýðingarn-
ar þrjár saman við frumtexta Andersens.
Það er ekki góð fræðimennska að fjalla bara um það sem er gagnrýni vert en
geta í engu þess sem vel er gert. Grein Jónínu er byggð á þriggja ára gamalli
ritgerð til B.Ed.-prófs frá leikskólakennarabraut Kennaraháskólans og eðlilega
var ekki hægt að taka nýja þýðingu Sigrúnar fyrir þar. En sannarlega ætti hún
að vera nægilega mikil tíðindi til að bæta henni inn áður en greinin var búin
til prentunar, ekki síður en endursögn Böðvars Guðmundssonar sem Jónína
tæpir á í lok greinarinnar. Annað ber vott um hroðvirknisleg vinnubrögð eða
annarlegan ásetning.
Höfundar efnis
Ari J. Jóhannesson, f. 1947. Læknir.
Birgitta Jónsdóttir, f. 1967. Skáld. Nýjasta bók hennar er Dagbók kameljónsins
(2005).
Böðvar Guðmundsson, f. 1939. Skáld og rithöfundur.
Draumey Aradóttir, f. 1960. Skáld, rithöfundur og kennari.
Einar Kárason, f. 1955. Rithöfundur. Nýjasta bók hans er Jónsbók – Saga Jóns
Ólafssonar athafnamanns (2005).
Eiríkur Örn Norðdahl, f. 1978. Skáld og ritstjóri. Nýjasta bók hans er Blandara-
brandarar (2005).
Elías Mar, f. 1924. Rithöfundur.
Erna Erlingsdóttir, f. 1975. Íslenskufræðingur.
Friðrik Þórðarson, 1928–2005. Prófessor í sögulegum og klassískum málvísind-
um við Háskólann í Osló.
Guðmundur Andri Thorsson, f. 1957. Rithöfundur. Nýjasta bók hans er Náðar-
kraftur (2003).
Hallgerður Gísladóttir, f. 1952. Sagnfræðingur og skáld. Nýjasta bók hennar er
Í ljós (2004).
Helgi Haraldsson, f. 1938. Prófessor í rússnesku/slafneskum fræðum við Háskól-
ann í Osló
Huginn Freyr Þorsteinsson, f. 1978. Stundar heimspekinám í Englandi.
Jóhann Jónsson, 1896-1932. Skáld.
Katrín Jakobsdóttir, f. 1976. Bókmenntafræðingur.
Kristín Ómarsdóttir, f. 1962. Rithöfundur. Nýjasta bók hennar er skáldsagan Hér
(2004).
Margrét Elísabet Ólafsdóttir, f. 1965. Listfræðingur.
Matthías Johannessen, f. 1930. Skáld.
Melkorka Óskarsdóttir, f. 1981. Bókmenntafræðingur og leiklistarnemi í Þýska-
landi.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, f. 1956. Blaðamaður og rithöfundur. Nýjasta bók hans er
Játningar Láru miðils (2005).
Sigþrúður Gunnarsdóttir, f. 1971. Útgáfustjóri.
Stella Soffía Jóhannesdóttir, f. 1981. Bókmenntafræðingur.
Þorsteinn frá Hamri, f. 1938. Skáld. Nýjasta bók hans er Dyr að draumi (2005).
Þórhildur Ólafsdóttir, f. 1981. Bókmenntafræðingur og dagskrárgerðarkona.