Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 99
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 3 99
elskulegra en að skilja einn eftir til að sækja göngumenn. Þetta eru spennandi
gönguleiðir, til dæmis er farið umhverfis Tungnafellsjökul, um útilegumanna-
dali á leið í Karlsdrátt, umhverfis Langasjó, Eiríksjökul og Þórisjökul. Páll
Ásgeir er traustur ferðafélagi eins og hann hefur áður sýnt í bókum sínum.
Þó að ekki sé hún ný vil ég benda hér á bókina Ætigarðurinn – Handbók
grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur sem Salka gaf út fyrir síðustu jól.
Hildur fer vandlega yfir það sem gera þarf í garðinum allan ársins hring, gefur
góð ráð, segir sögur og birtir uppskriftir að réttum sem nýta alls konar jurtir úr
umhverfi okkar, líka fífla, njóla (eru þeir til ennþá?), hundasúrur og hvönn.
Ekta sumarbækur má kalla Franskar konur fitna ekki eftir Mireille Guiliano
(JPV útgáfa), skemmtilegustu megrunarbók sem ég hef lesið, og Hann er ekki
nógu skotinn í þér eftir Greg Behrendt og Liz Tuccillo (Vaka-Helgafell). Fólki sem
lifað hefur lengi í veröldinni finnst ábyggilega allt liggja í augum uppi sem þar er
sagt um samskipti kynjanna, en þetta þarf að segja hverri nýrri kynslóð.
Nýjasta bókin um Einar Áskel kom út hjá Máli og menningu, Einar Áskell
og stríðspabbinn (Sigrún Árnadóttir þýðir að venju). Einar Áskell eignast þar
nýjan vin, Hamdi, sem á pabba sem hefur verið í stríðinu. Hermaðurinn segir
þeim dæmisögu sem verður í meðförum Gunillu Bergström að ofurlítilli
áminningu um það hvað við eigum að gera til að halda áfram að vera mann-
eskjur í hörðum heimi. Önnur barnabók frá sumrinu er Heil brú. Sögur úr
norrænni goðafræði (Mál og menning) eftir níu íslenska höfunda og níu mynd-
listarmenn. Teiknararnir völdu bæði þema og höfund til að vinna með sér og
tókst sú óvenjulega skipan mála reglulega vel.
Meðal skáldsagna sumarsins má nefna Minningar um döpru hórurnar mínar
eftir Gabríel García Márquez (Mál og menning, Kolbrún Sveinsdóttir þýddi),
einkennilega sögu af níræðum manni sem verður ástfanginn af sofandi þyrni-
rósu á unglingsaldri. Mál og menning gaf líka út hina mögnuðu skáldsögu
Nostromo eftir Joseph Conrad í þýðingu Atla Magnússonar og endurútgaf
Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco í rómaðri þýðingu Thors Vilhjálmssonar
frá 1984. Var kominn tími til að nýjar kynslóðir upplifðu þá sögu, svo mikil
áhrif hafði hún á bókmenntir heimsins. Bjartur gaf út Leyndardóm býflugn
anna eftir Sue Monk Kidd í þýðingu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, fallega bók
um hvað ein lítil mynd af móður Jesú getur gert stórt kraftaverk. Þýðing Guð-
rúnar Evu nær afar vel ungæðislegum, léttleikandi stíl frásagnarinnar. Ari
útgáfa gaf út Ísprinsessuna eftir Camillu Läckberg, nýjustu glæpaprinsessu
Svía, og Mannlíf gaf út Morð með verðlaunasögum úr samkeppni um nýjar
glæpasögur. Fyrstu verðlaun fékk Sigurlín Bjarney Gísladóttir sem sigraði líka
í örsögukeppni TMM og MENOR í fyrra.
JPV útgáfa gaf út Tjöldin (þýð. Friðrik Rafnsson), merka ritgerð Milans
Kundera um evrópskar skáldsögur. Þar fer hann á afar persónulegan hátt yfir
sögu skáldsögunnar sem bókmenntagreinar frá Rabelais og Cervantes (með
smákrók aftur í Íslendingasögur) og fram undir vora tíma.
Síðan síðast er kominn Skírnir undir nýjum ritstjóra, Halldóri Guðmunds-
syni. Þar er margt forvitnilegt að lesa, meðal annars þrjú bréf sem Halldór Lax-