Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 134
B ó k m e n n t i r
134 TMM 2006 · 3
annan, dagblöð birta aðallega pistla um ritstjórn sína og gagnrýna pistla um önnur
dagblöð og birta svo persónuleikapróf undir titlinum „Með hvaða hætti tekur þú
persónuleikapróf?“ … Það er búið að byggja stóra höll í Öskjuhlíð, hún er umvafin
borgarmúrum og þangað eru allir fjölmiðlar fluttir. Svo er búinn til veruleikaþátt-
urinn Höllin sem er raunsæ lýsing á lífinu í höllinni. Fólk er orðið leitt á fjölmiðlum
sem ekki fjalla um fjölmiðla. (98)
Söguhetja vísindaskáldsögunnar heitir Gregor og sver sig rækilega í ættir við
sögupersónur Kafka – allur texti þessarar innri skáldsögu er forn í stíl og ber
með sér blæbrigði þýðingar. Það er með vilja gert – Guðjón fyllir heilu stílabæk-
urnar af punktum um væntanlega bók: „Bókin á að vera eins og þýðing./Gotn
eskt andrúmsloft./Muna: Ekkert sem lesandinn ber of mikil kennsl á./Ramm
skökk mynd af mögulegu Íslandi./Svarthvít mynd – Chaplin./ Hinn saklausi og
góði maður andspænis grimmum heimi./Öfgafullir trúarhópar.“ (115–116)
Flétta Stefnuljósa er svo nokkurn veginn á þann hátt að rétt áður en Guðjón
fer á rithöfundaþing í Prag (og hlustar þar meðal annars á erindi frá rithöfundi
sem leggur til að rithöfundar skrifi greinar í fjölmiðla sem fjalla um það hvort
rithöfundar eigi að taka þátt í samfélagsumræðunni með því að skrifa greinar í
fjölmiðla …) fær hann þá flugu í höfuðið frá Línu systur sinni að svilfólk þeirra,
Helena, kona Guðjóns, og Jósef, maður Línu, eigi í ástarsambandi. Dvölin í Prag
verður alvarlega lituð af hugrenningum hans um þennan möguleika, hann
missir algerlega fótanna og tökin á skáldsögunni sem hann reynir að leggja
lokahönd á – grófar myndir af Jósef og Helenu í sjúkum ástarleikjum með
hundaólar og piss sér til yndisauka ásækja Guðjón og gera að verkum að hans
eigin ímyndaði versti mögulegi veruleiki rennur yfir í efni skáldsögunnar.
Og hvað? Skipta smáatriði sögunnar einhverju máli? Nei. Sögufléttan í vís-
indaskáldsögunni skiptir engu máli, enda er mynd hennar óskýr og margar
staðreyndir á reiki. Jafn óljós eru viðskipti Jósefs og Helenu og hlandævintýri
þeirra, að sama skapi önnur smáatriði sem varða hjónaband Helenu og Guð-
jóns eða Línu og Jósefs. Engin leið er að greina hvað er ímyndun Guðjóns, hvað
er ímyndun Línu og hvað er raunverulegt og áþreifanlegt. Allt er loðið og fjarri
niðurstöðu. Allt er tilfallandi – allt nema viðhorf sögumannsins í gegnum allar
blaðsíður Stefnuljósa. Og viðhorf sögumannsins er … allt er texti, allt er
afstætt, ekkert er öruggt: „En í raun marar ókunnugleikinn undir niðri og
fossar fram undan orðunum þegar minnst varir. Málkunnugur. Orð koma í
veg fyrir að við séum kunnug hvert öðru.“ (113) Undir lok bókarinnar skarast
svo frásagnarsviðin bókstaflega á áhrifaríkan og konkret hátt þegar Guðjón
tælir unga starfsstúlku í bókabúð (159–160). Smám saman (maður tekur varla
eftir því fyrst) breytist lýsingin á kynmökum þeirra að leturstærð, leturgerð og
spássíu yfir í grafískan stíl vísindaskáldsögunnar og fyrr en varir er frásögnin
stödd í kirkju þar sem Gregor skal fórnað. Samruni þráðanna er alger og mjög
lúmskur. Guðjón er Gregor – Gregor er Guðjón.
Á sama tíma og Stefnuljós er argasta meta-skáldsaga er hún sterk gagnrýni
á þá sjálfhverfu hringavitleysu sem meta-skáldskapur er. Eða getur að minnsta