Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 13
L a t i b æ r e r s k y n d i b i t i
TMM 2006 · 4 13
möguleika Latabæjar og þess vegna þurfti að vinna hlutina í áföngum.
Það var nauðsynlegt að vinna heimavinnuna, vinna heimamarkaðinn
og læra á hann.“22
Sjónvarpsþættirnir um Latabæ gátu fyrst orðið að veruleika eftir að
bandaríski fjölmiðlarisinn Nicelodeon kom að málinu. Nicelodeon rekur
kapalsjónvarpsstöðvar um allan heim og heldur úti sjónvarpsrásum
fyrir börn og unglinga sem hafa gríðarlegt áhorf. Síðustu tuttugu árin
hefur sjónvarpsþáttum sem í raun eru dulbúnar auglýsingar fyrir auka-
hluti sem fylgja þeim fjölgað mjög. Fylgihlutirnir eru fyrst og fremst
leikföng en líka sælgæti, tónlist, búningar, pennaveski, skólatöskur o.
s.frv. Þeir sem láta sig hag barna varða í Bandaríkjunum hafa haft vax-
andi áhyggjur af grímulausri ásælni framleiðenda í þá peninga sem börn
kunna að hafa undir höndum og börnin sjálf sem neytendur. Hér er eftir
miklu að slægjast því um miðjan níunda áratuginn eyddu bandarísk
börn undir tólf ára aldri einni komma fjórum billjónum dollara í
„snacks“, einni komma einni billjón í leikföng, 765 milljónum í vídeó-
leiki og 771 milljón í bíó og samanlagt allt að fjörutíu billjónum dollara
í föt, mat og afþreyingu.23
Vegna gagnrýni foreldra og uppalenda voru sett lög í Bandaríkjunum
árið 1990 sem takmarka lengd og fjölda auglýsinga á barnarásunum24 en
þau lög ná ekki til einkastöðvanna eða kapalstöðvanna og svar framleið-
endanna var að framleiða sjónvarpsþætti sem jafnframt voru auglýsing
fyrir leikföngin og aukahlutina, svokallaða „spin-off“ framleiðslu sem
var að verða æ mikilvægari.25 Til að ná í þennan markað halda leik-
fangaframleiðendur úti miklum rannsóknum á leikjum barna og marg-
ur uppeldis- og menntunarfræðingurinn gæti þegið þó ekki væri nema
brot af þeim peningum sem þar er varið í rannsóknir á hegðun barna.
Þar skiptir miklu máli að leikfangið höfði til barnasamfélagsins því að
„leikgildi“ leikfanga mótast alfarið af því hve gott og gaman er að leika
sér saman að þeim og hvort barnasamfélagið tekur þau gild. Fisher-
Price leikfangaframleiðandinn rekur sitt eigið barnaheimili þar sem
fagmenn fylgjast með leik barna bak við gervispegla. Þeir segja:
Rannsóknir okkar eru fyrst og fremst hagnýtar. Við reynum að tengja það sem
við erum að gera við börnin, hegðun þeirra og þróun. Hvað þeim líkar við og
hvað þeim líkar illa við. Við viljum að sjálfsögðu vita hvað foreldrunum finnst
en við höfum mun meiri áhuga á börnunum. Við viljum búa til leikföng sem
börnunum finnast skemmtileg.26
Stephen Kline bendir á að hér er ánægja barnsins sett í fyrirrúm og
fræðimennirnir nota hana sem sína mikilvægustu mælistiku. Sálfræð-