Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 51
V í s n a b ó k i n s e x t u g
TMM 2006 · 4 51
sinn árið 1995, í tíunda sinn árið 1999 og í ellefta sinn árið 2004.6 Frá
sjöundu útgáfu bókarinnar árið 1983 hafa aðeins orðið smávægilegar
breytingar á útliti hennar. Kápan er óbreytt ef undan er skilið að upplýs-
ingatexti á baksíðu var styttur árið 1992. Við það féll niður nafn Sím-
onar Jóh. Ágústssonar og er það miður. Árið 1999 breyttist titilsíðan, er
nú alveg eins og kápumyndin. Ekkert hefur verið hróflað við uppsetn-
ingu á síðum eða röð opnanna í bókinni, en pappírinn er nú orðinn
hvítari og meira glansandi og rauða línan breiðari í rammanum utan
með síðum bókarinnar.
Litirnir í litmyndum bókarinnar hafa tekið ótrúlega miklum breyt-
ingum í tímans rás og eru raunar aldrei alveg eins í mismunandi
útgáfum bókarinnar. Nú ber til dæmis svo við að í tveimur síðustu
útgáfum (1999 og 2004) er allur rauður litur orðinn appelsínugulur og
er víða til mikilla lýta. Þetta er líka fremur bagalegt í sumum myndum,
til dæmis í myndinni með ‚Afi minn fór á honum Rauð‘. Þetta þarf að
laga í næstu útgáfu. Vel hefur hins vegar tekist til með litprentun mynd-
anna í afmælisútgáfunni og er sú bók öll hin glæsilegasta.
Aðrar vísnabækur fyrir börn
Nokkrar góðar vísnabækur hafa komið út á umliðnum árum, bæði
bækur með blönduðu efni af þjóðvísum og kvæðum eftir þekkta höf-
unda og ljóðabækur eftir einstaka höfunda. Og undanfarin fimmtán ár
hefur verið nokkur gróska í útgáfu ljóðabóka með frumsömdu efni fyrir
börn.
Af bókum hliðstæðum Vísnabókinni eru tvær helstar. Önnur er
Ljóðabók barnanna sem kom út árið 1953 og aftur 1965, Guðrún P.
Helgadóttir og Valborg Sigurðardóttir völdu ljóðin og Barbara Árnason
teiknaði myndirnar. Þar eru fleiri vísur og kvæði en í Vísnabókinni,
þulur og þjóðvísur og kvæði eftir fleiri nafngreinda höfunda, en margar
vísur eru auðvitað þær sömu og í Vísnabókinni. Nokkur kvæði eru eftir
Margréti Jónsdóttur, Stefán Jónsson og Jóhannes úr Kötlum og hentar
bókin betur eldri börnum en Vísnabókin. Hin bókin er Vísnabók Iðunn-
ar sem svo var nefnd og kom út árið 1990. Nafnið vekur þá spurningu
hvort bókinni hafi verið ætlað að taka við af gömlu Vísnabókinni og
efnisvalið styður þann grun. 55 titlar í bókinni eru þeir sömu og í
Vísnabókinni, þar á meðal margar þekktustu barnagælurnar og þulurn-
ar. Flestar viðbæturnar eru vinsæl sönglög. Í bókinni eru líka kvæði
eftir Stefán Jónsson og Jóhannes úr Kötlum og ýmislegt sem lengi hefur
verið vinsælt efni í leikskólum. Líklega eru fleiri textar sem henta til