Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 77
TMM 2006 · 4 77
Gísli Sigurðsson
Íslensk málpólitík
Síðari hluti
Sagt er að vika sé langur tími í pólitík. Hið sama á ekki við um mál-
pólitík. En þar líður tíminn samt og við getum sagt að hálf öld sé langur
tími í málpólitík. Og fyrir hálfri öld var ekki minnsti vafi í hugum
lærdómsmanna og yfirvalda á því að hið svokallaða flámæli væri alger-
lega rangt.
Með flámæli er átt við þegar ruglast saman e og i í framburði manna,
eða u og ö. Menn segja venur og söður, sliði og krufur. Þessi flámælti
framburður hafði náð töluverðri fótfestu á fyrri hluta síðustu aldar
þegar gengið var í að hreinsa landsmenn af honum. Um miðja öldina var
jafnvel svo mikill hugur í yfirvöldum að það kom til tals að samræma
íslenskan framburð. Árið 1951 brást heimspekideild Háskóla Íslands við
þeim hugmyndum og taldi í nefndaráliti færustu manna rétt að fara
hægt í slíka samræmingu – enda að mörgu að hyggja. Sumt var þó hafið
yfir allan vafa. Til dæmis flámælið: „Um flámælið er það því skoðun
okkar, að vinna beri á móti því af öllu afli; flámæltir menn eiga ekki að
fá að tala í útvarp né leika í þjóðleikhúsi Íslendinga.“ Nú, 50 árum síðar,
væri ógjörningur að fá slíkt álit samþykkt á fundi í heimspekideild. Til
marks um það má benda á miklu hógværara orðalag í Handbók um
íslenskan framburð frá 1993 eftir Höskuld Þráinsson og Indriða Gísla-
son. Þar segir: „Flestum kemur saman um að sporna beri gegn flámæli.“
Hér hefur orðið umtalsverð stefnubreyting til mildunar á hálfri öld.
Fyrir fimmtíu árum var það með öðrum orðum talið hugmynda-
fræðilega vandalaust að útiloka flámælt fólk frá útvarpinu – í nafni mál-
verndar. Til allrar hamingu er öldin nú önnur. Bæði eru fjölmiðlar ekki
jafn miðstýrðir og áður var og eins myndi það mælast mjög illa fyrir ef
ætti að útiloka fólk frá fjölmiðlum vegna framburðar. Það er líka liðin
tíð að norðlenska harðmælið og raddaði framburðurinn séu ótvírætt
talin fegurri í útvarpi en sunnlenska linmælið. Nú erum við öll jöfn,
óháð litarhætti, trúarbrögðum, aldri, kyni og framburði. Í ljósi þessara