Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 98
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
98 TMM 2006 · 4
mætti kalla hana svar Japans við Catcher in the Rye, sígildri sögu Salingers um
hvað það getur verið sárt að verða fullorðinn.
Nýhil víkkar út sviðið í haust og þaðan hafa borist tvær skáldsögur þegar
þetta er ritað, Svavar Pétur og 20. öldin eftir Hauk Má Helgason, sem er les-
endum TMM að góðu kunnur, og Fenrisúlfur eftir Bjarna Klemenz. Þetta eru
hvort tveggja tæplega þrítugir menn, fæddir 1978, og það er þriðji skáldsagna-
höfundur Nýhils í ár líka, óþekktaranginn Eiríkur Örn Norðdahl sem gefur út
Eitur fyrir byrjendur.
Sviðslistir
Haustið hefur verið tíðindaminna á leiksviðum en oft áður. Besta skemmtun
var að hafa í Íslensku óperunni þar sem sýnt var Brottnámið úr kvennabúrinu
eftir Mozart, eldfjörug sýning utan um yndislega tónlist og svolítið bláþráðótta
sögu. Þar skein skært bassinn Bjarni Thor Kristinsson í hlutverki ódósins Osm-
ins og vakti hlátur og aðdáun í hvert skipti sem hann steig fram (eða upp) á
sviðið. Angela Gilbert frá Suður Afríku var líka glæsileg í hlutverki Konstanze,
stúlkunnar sem sjóræningjar rændu og seldu tyrkneska pasjanum Selim sem
Pálmi Gestsson lék. Næsta uppfærsla Íslensku óperunnar er í samvinnu við
Strengjaleikhúsið á alíslenskri óperu, Skuggaleik eftir Karólínu Eiríksdóttur og
Sjón. Sagan er byggð á óhugnanlega ævintýrinu „Skugganum“ eftir H.C. And-
ersen. Leikstjóri er Messíana Tómasdóttir sem líka gerir leikmynd og búninga,
og frumsýningin verður um það leyti sem þetta hefti kemur út.
Fyrsta frumsýning á stóra sviði Þjóðleikhússins var á leikgerð Illuga Jök-
ulssonar á þríleik Guðrúnar Helgadóttur, Sitji guðs englar, Saman í hring og
Sænginni yfir minni. Sigurður Sigurjónsson leikstýrir og sýningin er fjörug og
falleg. En þó að hún sýni bókunum sóma þá er brýnt að börnin sem sjá hana
fái líka að lesa eða hlusta á bækurnar, þær eru endalaus fjársjóður.
Sumardagur eftir norska leikskáldið Jon Fosse var frumsýnt á Smíðaverk-
stæðinu í september undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Þetta er
lágróma verk sem smám saman nær föstum tökum á áhorfanda, svo mettað
óhamingju að stundum verður manni ómótt. Á sviðinu fléttast saman tvennir
tímar, dagur í lífi einmana ekkju í nútímanum og dagurinn fyrir fjörutíu árum
þegar ástvinur hennar fór út á fjörðinn á bátkænu sinni og kom ekki til baka.
Kristbjörg Kjeld og Margrét Vilhjálmsdóttir leika konuna á ólíkum tímaskeið-
um og voru magnaðar. Besta sýning leikársins til þessa.
Ég átti von á að hrífast meira en raunin varð af leikgerð Sigurbjargar Þrast-
ardóttur á Gunnlaðar sögu sem Þórhildur Þorleifsdóttir setti upp í samvinnu
Kvenfélagsins Garps og Hafnarfjarðarleikhússins. Ég held að aðstandendur
hafi tekið sögu Svövu of hátíðlega, aðeins afslappaðri nálgun í handriti, leik-
stjórn og leik hefði fært okkur nær viðfangsefninu og aðalpersónum verksins.
Í sögunni er vandalaust að lifa sig inn í aðstæður móðurinnar sem kemur til
Kaupmannahafnar til að fylgjast með yfirheyrslum yfir dóttur sinni og reyna
að skilja hvað hefur komið fyrir hana. Braut hún glerið í sýningarskápnum á