Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 125
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 4 125
blóðið skvettist/og beinin kvarnast […]“ („Framboðsræða friðarsinnans“, bls.
11).
Gagnrýnin í Gangandi vegfaranda beinist einkum að hatri, græðgi og dýrs-
legum hvötum mannfólksins. Sú staðreynd að manneskjan er dýr er undir-
strikuð á nokkrum stöðum í bókinni með mjög líffræðilegum lýsingum. Það
heppnast best í tveimur ljóðum sem skapa svo sterkar andstæður að varla er
tilviljun að þau eru samliggjandi á einni opnu. Í fyrra ljóðinu, „Í púpu frum-
bernsku“ (bls. 40), er lýst af auðmýkt og aðdáun tilveru ungabarns sem lærir á
heiminn: „Snillingur skríður um gólf. Étur mold úr/blómsturpottum. […]
Umkomuleysi, mýkt og þokki knýr fram/skilyrðislausa umhyggju./Sjálfs-
myndarlaus, finnur hvorki til sektar né iðrunar,/ skömmin víðs fjarri. Sam-
ofinn fjarvíddarlausu núi. […]“ Seinna ljóðið, „Kona í stól“ (bls. 41), er hins-
vegar fullt af skömm og líkamlegri uppgjöf: „Sit í hægindum með bók í hönd,
afmörkuð og/vernduð frá umhverfi mínu með húð (eins og vera/ber). Grimm
mulningsvélin eftir mér miðri þolir ekki/dagsljósið. Bleikar titrandi himnur
hringa sig utan um/hlutverk sín, skorðaðar með kalkskel./Dauðinn hjá mér,
inní mér allri, undirgefinn enn./Lögmálsbundinn púls, taktföst iðraköst, vitna
um líf. […]“ Sé miðað við reisn ungabarnsins þegar það skríður eftir gólfinu og
étur mold úr blómsturpottum er ekki mikil mannleg reisn yfir konunni sem
situr í stól og lýsir sjálfri sér svo: „Sit í hægindum með bók í hönd, reyni að
grafa upp/eitthvað sem ég enn ekki veit um sjálfa mig.“ Barnið snertir heiminn
til að skilja hann með skynfærunum en fullorðni einstaklingurinn leitar inn í
bækur til að skilja sannleikann um heiminn með rökhugsuninni.
Í fyrri hlutum bókarinnar tveim eru mörg sterk ljóð („Fjöruganga“, bls. 36
og „Stúlka í skýli“, bls. 18–19). En allnokkur gera ekkert fyrir bókina og hefðu
vel mátt missa sín („Slætsmyndakvöld“, bls. 42 og „Í minningu fjallaskálds“,
bls. 27). Í heildina verður það ljóðasafn því nokkuð brokkgengt, einkum ef
miðað er við hversu heildrænn og feiknasterkur síðasti hluti bókarinnar er.
Þriðji hlutinn samanstendur af sextán tölusettum prósum sem mynda eina
heild undir titlinum „Saman“ (bls. 45–52). Þar fer Halldóra Kristín á töluvert
meira skáldaflug en í fyrri ljóðum, svo mjög að stíll hennar og speki minnir
helst á félagana Walt Whitman og Ralph Waldo Emerson. „Ég er njósnari þinn,
minn guð“ segir ljóðmælandi í upphafi og slær tóninn fyrir persónulegt ávarp
sitt til æðri máttar og greiningu á brölti mannfólksins (einkum innfæddra á
ótilgreindri eyju) og hvernig mannfólkið er drifið áfram í lotningu fyrir röng-
um hlutum:
V
Skapandi verur eyjarskeggjar. Ósérhlífnir
dugnaðarforkar rótandi í flagi. Aðalhvatamaður liggur
ekki í leti, ótal frækin illvirki á stuttri starfsævi. Við
hyllum þá feikna frekju. Fyllumst lotningu, sneiðum
af snípi og reifum fætur, skerum forhúðir.
Allt frekar en iðjuleysi.