Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 53
F o r n v i n i r k va d d i r
TMM 2007 · 2 53
manna ræktarsamastur við uppruna sinn og minningabækur hans eru
óþrjótandi náma af hnitmiðuðum lýsingum mannlegra örlaga og mann
kosta og manneðlis í stormum og stillum, úr djúpi alda og nær í tíma en
færir hvaðeina hið næsta okkur svo tekur bólstað og skýtur rótum í
minni manns sjálfs. Hann lýsir líka landslagi og högum þannig að þegar
maður les lýsingar hans þá finnst manni að það sé ratandi eftir því sem
hann segir frá. Veðurfari og sjólagi er lýst með orðum sem eru svo hnit
miðuð og skörp í látlausum mætti að fortíð er ekki lengur fjarri þegar
hann segir frá heldur nærandi návist og oft brýning til framtíðar úr líð
andi stund, að vera maður.
Úr þessum jarðvegi og í þennan jarðveg fæddist Einar Bragi, á Eski
firði 7. apríl 1921, einn fjögurra systkina. Ættir hans stóðu mest í Suður
sveit og Öræfum og um Austurland. Borghildur Einarsdóttir móðir
hans kom úr Suðursveit og Sigurður Jóhannsson skipstjóri, faðir Einars
Braga, fæddist í Kambshjáleigu við Djúpavog en var ættaður úr Öræf
um. Þau Borghildur og Sigurður náðu ung saman og voru samstillt í
lífsbaráttu, í huga og hjarta þó þau væru kannski að ýmsu leyti ólík.
Þeim foreldrum sínum lýsir Einar Bragi í bók sinni sem er sannarlega
réttnefnd Af mönnum ertu kominn. Móðir hans var ljóðelsk mjög og
vakti margt með Braga í þá átt en um föður sinn segir Bragi: Ekki var
hann bókamaður enda voru einkabókasöfn á alþýðuheimilum nær
óþekkt framan af öldinni, en las þó drjúgt ef tómstund gafst. Bragi segir
líka um föður sinn að hann hafi verið vel máli farinn þótt óskólageng
inn væri, flugmælskur og rökfastur, jafnaðarmaður mikill og sam
vinnumaður að innræti. Og hófst til forystu í þeim málum og hafði þá
skoðun að vinnufærir menn væru samábyrgir um afkomu þeirra sem
gátu ekki séð sér farborða, barna, sjúklinga og gamalmenna. Einar Bragi
segist hafa dáð föður sinn manna mest og dreymt um að fylgja dæmi
hans í hvívetna. Það gerði hann líka á sinn hátt.
Eini draumur Braga í æsku, segir hann líka, var að verða sjómaður en
forsjónin gerði hann svo viðkvæman fyrir hafinu að hún ætlaði honum
að verða skáld og ekkert annað. Og þó var hann miklu meira og fleira,
forystumaður og frumherji, óbilandi hugsjónamaður hvað sem gekk á í
heiminum.
Borghildur móðir hans var að sögn Braga blóðrauður bolsi og þau
börnin stóðu með henni á heimilinu gegn föðurnum sem var krati
vegna þess að hann vildi ekki styðja þá sem gerðu menn höfðinu styttri
fyrir skoðanir. Sigurður var hins vegar eini maðurinn sem kratar og
kommar gátu sameinast um til forystu og sendu á alþýðusambands
þing.