Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 55
F o r n v i n i r k va d d i r
TMM 2007 · 2 55
Ástríki þeirra náði frá fyrstu fundum og samstillt hamingja geislandi
og yljandi öðrum að finna. Þau felldu saman sumpart ólíka skaphöfn að
einhverju leyti en ræktuðu saman allt svo allt bæri blóma og ávexti
líka.
Í húsi hans og Stínu hvar sem þau vistuðust með sín börn og ekki síst
meðan þau bjuggu í Unuhúsi og létu anda þess húss glæðast á ný, þar
voru langar setur eins og stutt stund, þó oft eimdi lengi eftir af því sem
þar vaknaði og spannst áfram. Og áfram var svo þegar þau loksins eign
uðust sjálf húsnæði, sína eigin íbúð á Bjarnarstíg og svo átti hann
vinnuútskot við Skólavörðustíginn í framhaldi af þeim stíg lengi sem
var mikill vermireitur fyrir alls kyns gróður skáldskapar og fræða.
Síðan hófu þau sögulegt hús úr niðurníðslu í hjarta borgarinnar á Suður
götu og þar naut hagleikur Jóns Arnars sín fagurlega við að reisa húsið
með foreldrum sínum og systur til ljóma og sóma.
Það var reyndar í Unuhúsi, þar sem þau bjuggu um sinn, að Birtingur
seinni var stofnaður í framhaldi af frumBirtingi sem Einar Bragi stofn
aði einn. En við tókum saman höndum nokkrir sem undum ekki öfgum
kalda stríðsins og ofríki úr báðum áttum og kröfum báðum megin um
fylgispekt þar sem höfuðkrafan var að lúta illa rættu valdi eða afþokk
uðu. Við vorum ekki alls kostar líkir nema að sameiginlegri hugsjón um
mannrækt og menningu. Við skildum orðið menning svo að það byggð
ist á manngildi, að vera maður, og rækta hver sinn garð og veröldina
saman. Við vildum ekki lúta neinu valdboði, til þess var Birtingur stofn
aður samkvæmt því sem okkur þótti liggja í orðinu Birtingur, að lýsa,
bera ljós. Næra með birtu svo lífgrös mættu dafna og sameiginlega til
þrifnaðar sem flestum. Eins og gengur heltust sumir úr lest en fjórir
þraukuðum við í þrettán ár, við Einar Bragi, Hörður Ágústsson og Jón
Óskar sem fyrstur féll frá. Hörður var fornvinur minn frá stormasöm
um Parísarárum þar sem allt var gott að sækja til Harðar og Sigríðar
konu hans. Í þessari samvinnu kynntist ég Braga svo vel og við náðum
saman svo varð órofa vinátta með okkur.
Bragi var ekki fljóttekinn en strax fann maður hve einstakur maður
hann var og drjúgur til allra kynna og sameiginlegra átaka. Langlífi
Birtings var mest honum að þakka, aldrei vék hann sér undan því sem
aðrir voru tregari að taka að sér. Ég man eftir því þegar við vorum að
skrifa utan á til áskrifenda, þá vorum við mishraðir og maður sjálfur
jafnvel hálf flaumósa en alltaf skrifaði Bragi hægt með þessari fögru
rithönd og skýrt og ég hugsa að öllum hafi verið glatt í geði að borga
áskriftargjaldið sem fengu þann póst sem Einar Bragi skrifaði.
Slíkur var Bragi í öllu sem hann gerði. Hann var verksígjarn og vann