Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 85
E n n á ö l d g l æ p s i n s
TMM 2007 · 2 85
fyrir Evrópu og konurnar sem hún þarf á að halda sem innflytjendur
sem undanfarna áratugi hafa verið evrópsku atvinnulífi bráðnauðsyn
legir, þótt viðtökurnar hafi verið vægast sagt misjafnar.
Meginkosturinn við bókina er sá að þótt þessi táknræna túlkun sé
áleitin er sagan margbrotnari en svo að hún standi og falli með henni.
Eitt helsta einkenni Auðar sem höfundar hefur alltaf verið að hún lýsir
öllum persónum af samúð þótt þær séu mestu gallagripir. Lesandanum
er frá upphafi ljóst að Gísella er sjálfsupptekin og að áhugi hennar á
örlögum annarra er lítill sem enginn. Hún er holdgervingur vestursins
í mynd sem við þekkjum; náfrænka Carrie úr Sex and the City, Bridget
ar Jones og fleiri stallsystra þeirra. En þrátt fyrir þessa galla, og kannski
líka vegna þeirra, fær lesandinn töluverða samúð með Gísellu og baráttu
hennar fyrir því að viðhalda sínu þægilega og flækjulausa lífi.
Þeim mun meira verður áfall lesandans þegar kemur í ljós hversu
hreinræktaður skúrkur Gísella er og hversu djúpt rætur sjálfselsku
hennar standa. Að þessu leyti minnir aðferð bókarinnar á nýjustu verk
Vigdísar Grímsdóttur, bæði þríleikinn sem hófst með Frá ljósi til ljóss
(2001) og þá ekki síður Þögnina (2000). Lesandanum bregður ekki við
vegna þess eins að hann hafi að einhverju leyti samsamað sig Gísellu
fram að afhjúpuninni heldur ekki síður vegna þess að hann telur sig
fyrir löngu vera búinn að sjá í gegnum hana.
Ásamt Tryggðarpanti var Sendiherrann eftir Braga Ólafsson tví
mælalaust sú bók sem sætti mestum tíðindum í síðasta jólabókaflóði. Ég
sagði í gagnrýni þegar bókin kom út að efni hennar hljómaði kannski
ekki spennandi: Íslensku miðlungsljóðskáldi er boðið á ljóðahátíð í
Litháen. Fyrir þetta hefur mér verið legið á hálsi, bæði upphátt og í
hljóði, og jafnvel heyrst sú saga að fólk hafi komið með luntasvip í
bókabúðir og beðið um leiðinlegu bókina – það væru víst allir að lesa
hana.
En ég fer ekki ofan af þessu og síðan hvenær hefur það líka verið
einkenni almennilegra bókmennta að efni þeirra hljómi spennandi í
stuttri endursögn? Umrætt ljóðskáld heitir Sturla Jón Jónsson. Hann er
fráskilinn fimm barna faðir sem starfar sem húsvörður og hefur gefið út
nokkrar ljóðabækur. Þegar sagan hefst hefur hann raunar ákveðið að
snúa baki við ljóðlistinni og hefja prósaskrif. Við fáum sýnishorn af
greinaskrifum Sturlu í bókinni en sem betur fer er hann ekki gerður að
höfundi frásagnarinnar allrar eins og kannski hefði blasað við.
Þótt efnið hljómi óspennandi er bókin allt í senn, spennandi, fyndin
og síðast en ekki síst verulega áleitin umfjöllun um siðferði, þjófnað af
margvíslegu tagi og aðra glæpi. Sturla verður fyrir því að vönduðum