Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 86
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
86 TMM 2007 · 2
frakka sem hann kaupir sér er stolið, sjálfur stelur hann öðrum frakka
til að bæta sér tapið. Tengslin á milli frakkans og bókarkápa eru marg
ítrekuð í sögunni, og þau tengjast líka öðrum glæp Sturlu, hann hefur
að öllum líkindum stolið ljóðum frænda síns eftir að sá dó, en þau voru
geymd í möppu sem frakkinn minnir á, sem aftur minnir svo á kápu
skáldsögunnar Sendiherrans.5
Sendiherrann kallast á við fyrri skáldsögur Braga. Þær eru tilvistar
legar á einhvern hátt sem rímar algerlega við samtímann. Lífi Sturlu er
að einhverju leyti stjórnað af öflum sem hann ræður ekki við, en sjálfur
forðast hann allar ákvarðanir og vill helst ekki horfast í augu við nokk
urn hlut.
Sturla er maður sem lendir í því að öll smámistök, litlar lygar jafnt
sem stórar, koma í bakið á honum; hann er enginn stórglæpamaður, en
hann er heldur ekki mjög fullkomin siðferðisvera. Á hátíðinni í Litháen
fer flest úrskeiðis, bæði vegna atburða á hátíðinni og eins vegna frétta
sem Sturlu berast að heiman. Það lokast eiginlega öll sund fyrir honum,
engin lausn er í sjónmáli og flótti Sturlu er kannski rétt að hefjast, eða
hvað? Lok sögunnar skera ekki úr um þetta, kankvís stíllinn og ólík
indaleg atburðarásin skilja mann eftir í undarlegri óvissu.
Á titilsíðu bókarinnar stendur „ljóð í óbundnu máli“, sem setur les
andann kannski í svolítinn vanda. Ef þessi texti er ljóð er það a.m.k.
lengsta prósaljóð bókmenntasögunnar. En undirtitillinn er auðvitað
ekki út í bláinn. Sagan fjallar um ljóðlist, ljóðaþýðingar og um ljóðskáld.
Það birtist líka margt kunnuglegt úr ljóðum Braga sjálfs í sögunni.
Þannig geta frakkakaup Sturlu leitt hugann að jakkafatakaupum ljóð
mælanda í ljóðinu „Borgin Zagreb“ í Ansjósum (1991) og það er freist
andi að lesa ljóðið „Merkileg iðja“ úr Ytri höfninni (1993) og þó einkum
lokaorð þess í samhengi við líf Sturlu og kannski fleiri persóna í skáld
sögum Braga. Ljóðmælandi hefur ruglað uppröðun bóka í húsi þar sem
hann er gestkomandi, ljóðinu lýkur svona:
Þetta er kannski ekki svo merkileg iðja, að minnsta kosti þykir brýnna að
ég klæðist og sendist eftir brauði út í búð, en þó liggur margt henni að baki:
áralöng skólavist, lestur bóka sem sumir hafa aldrei kynnst, og líf lifað í stöð
ugum ótta við refsingu.
Saga Sturlu er saga manns sem er á flótta undan yfirvofandi refsingum,
jafnvel þótt hann viti ekki hvort þær muni hitta hann fyrir, hann er
auðvitað sekur en við vitum ekki hve stór glæpurinn er eða hvort eitt
hvert samhengi yrði á milli hans og dómsins.