Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 89
D o s t o j e v s k í o g f ö ð u r m o r ð i ð
TMM 2007 · 2 89
manninn framar öðru: takmarkalaus eigingirni og skemmdarfýsn. Sameigin
legt báðum og skilyrði þeirra er ástleysi, skortur á því að (mannleg) viðföng séu
metin tilfinningalega. Þegar í stað minnist maður hins gagnstæða hjá Dostoj
evskí, hinnar miklu ástarþarfar hans og feiknamikillar getu til að elska, sem
birtist í yfirmáta mikilli góðsemi og fékk hann til að elska og rétta hjálparhönd,
þó að hann ætti sjálfur rétt á að hata og hefna sín, t.a.m. á fyrri konu sinni og
ástmanni hennar. Sé á þetta litið hlýtur maður að velta fyrir sér hvernig á því
hafi staðið að menn hylltust til að telja Dostojevskí til afbrotamanna. Svarið er:
Efnisval skáldsins. Þar eru valdir ofbeldisfullir, morðfúsir og eigingjarnir ein
staklingar. Hlýtur það að benda til slíkra hneigða innra með honum og einnig
vissra staðreynda í lífi hans, svo sem spilaástríðu hans og ef til vill hugsanlegr
ar játningar hans á kynferðislegri misnotkun ungrar telpu.3 Mótsögnin leysist
upp þegar maður gerir sér ljóst, að hin ofursterka skemmdarfýsn Dostojevskís,
sem hefði hæglega getað gert hann að afbrotamanni, beindist aðallega gegn
honum sjálfum (inn á við í stað út á við) og birtist því sem masókismi og sekt
arkennd. Reyndar var nóg eftir hjá honum af sadisma, sem lýsti sér í vanstill
ingu, löngun til að kvelja, umburðarleysi, einnig gagnvart ástvinum sínum og
í listinni í því hvernig hann sem höfundur kom fram við lesendur sína, það er
að segja sadisti út á við í hinu smáa, en sadisti inn á við í því stærra, sem sé
masókisti, það er að segja afskaplega ljúfur, velviljaður og hjálpfús maður.
Við höfum dregið fram þrjár hliðar á flóknum persónuleika Dostojevskís,
eina megindlega og tvær eigindlegar. Það er hið óvenju kraftmikla tilfinninga
líf, afbrigðilegt hvataupplag, sem hlaut að gera hann annaðhvort að sadó
masókista eða afbrotamanni, og hinar ógreinanlegu listrænu gáfur. Allt þetta
hefði getað verið til án taugaveiklunar; það eru svo sannarlega til ótaugaveikl
aðir masókistar. Ævinlega hefði hann fyllt flokk svonefndra „ástríðumanna“
vegna spennunnar í sálarlífi hans milli krafna frá eðlishvötum og baráttunnar
gegn þeim (að viðbættum göfgunarmöguleikum). Myndin af persónuleika
hans varð enn óskýrari þar sem taugaveiklun bættist við. Ekki var hún þó
óhjákvæmileg, en líkleg vegna þess hversu sjálfið átti í vök að verjast. Tauga
veiklun er nefnilega merki um að sjálfinu hefur ekki tekist samhæfingin, að
því hefur mistekist einingarstarfið.
Hvernig birtist þá, strangt tekið, þessi taugaveiklun? Dostojevskí taldi sjálf
ur, eins og aðrir, að hann væri haldinn flogaveiki vegna mikilla vöðvakrampa
og yfirliða og þunglyndis í kjölfar floganna. Nú er afar sennilegt, að þessi svo
nefnda flogaveiki hafi ekki verið annað en sjúkdómseinkenni taugaveiklunar
hans og eigi því að kallast sefasýkisflogaveiki, það er að segja sefasýki. Af
tveimur ástæðum er ekki hægt að vita þetta með fullri vissu, í fyrsta lagi vegna
þess að tímasetningar um hin svokölluðu flogaveikiköst Dostojevskís eru
ófullnægjandi og ótrúverðugar og í öðru lagi vegna þess að skilningur okkar á
sjúkleika, sem líkist flogaveikiköstum, er brotakenndur.
Víkjum fyrst að seinna atriðinu. Óþarft er að rifja hér upp alla sjúkdóms
mynd flogaveikinnar, því ekki myndi það varpa skýrara ljósi á viðfangsefnið.
En nefna má samt að enn verður í forgrunni sem klínísk eining hinn gamli