Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 97
D o s t o j e v s k í o g f ö ð u r m o r ð i ð
TMM 2007 · 2 97
kenndina með refsingunni, sem hann hafði beitt sjálfan sig, urðu verkhömlur
hans minni og hann leyfði sjálfum sér að stíga fáein skref í átt til velgengni.14
Hvaða hluti löngu grafinnar bernsku spilasjúklingsins hefur hér ruðst fram
sem endurtekning í spilafíkn hans? Svarið er auðfengið úr sögu eins hinna
yngri rithöfunda okkar. Stefan Zweig, sem reyndar hefur sjálfur gert rannsókn
á Dostojevskí (Drei Meister), hefur í þriggja sagna safni sínu, Die Verwirrung
der Gefühle, nefnt eina söguna „VierundzwanzigStunden aus dem Leben einer
Frau“. Þessu litla meistaraverki er ekki annað ætlað en að sýna ábyrgðarleysi
konunnar og í hverjar ófærur óvænt atvik geta leitt hana, svo að hún undrast
jafnvel sjálf. En sagan segir miklu meira en það. Sé hún lögð á vogarskál túlk
unar sálgreiningar kemur í ljós (án þess að nokkuð sé reynt að afsaka) eitthvað
allt annað, eitthvað sammannlegt eða öllu fremur eitthvað karllegt. Og slík
túlkun er svo algjörlega augljós, að ekki er hægt að standast hana. Það er ein
kennandi fyrir eðli listrænnar sköpunar, að höfundurinn, sem er persónulegur
vinur minn, fullyrti við mig aðspurður, að túlkunin, sem ég bar fyrir hann
hefði verið honum algjörlega ókunn og ótilætluð, enda þótt sum smáatriði, sem
voru fléttuð inn í frásögnina hefðu virst beinlínis til þess ætluð að afhjúpa
leyndarmálið.
Í þessari sögu segir virðuleg eldri kona höfundinum frá því, sem fyrir hana
kom fyrir meira en tuttugu árum. Hún varð ung ekkja með tvo sonu, sem nú
þurftu hennar ekki lengur með. Þegar hún var á fertugasta og öðru árinu og
bjóst ekki við að lífið hefði framar neitt að bjóða henni, vildi svo til að á einu
ferðalagi hennar út í óvissuna rakst hún inn í spilasalina í Monte Carlo. Meðal
alls þess merkilega, sem þar er að sjá, varð henni brátt starsýnt á tvær hendur,
sem virtust lýsa öllum tilfinningum hins ólánssama fjárhættuspilara af hræði
legri ákefð og einlægni. Þessar hendur átti laglegur ungur maður – höfundur
lætur hann af tilviljun vera jafnaldra eldri sonar sögukonunnar – sem yfirgef
ur spilasalinn á barmi örvæntingar eftir að hann hefur tapað aleigunni. Hann
ætlar að enda vonlaust líf sitt í görðum spilavítisins. Af óskýranlegri samúð
finnur hún sig knúða til að elta hann og reyna allt hvað hún getur til að bjarga
honum. Hann heldur að hún sé ein af þessum ágengu konum, sem þar var nóg
af, og reynir að hrista hana af sér. En hún þráast við og eins og ekkert væri
eðlilegra fer hún með honum í íbúð hans á hótelinu og sefur að lokum hjá
honum. Eftir þessa óvæntu ástarnótt tekur hún hátíðlegt loforð af unga mann
inum, sem nú hefur róast að því er virðist, um að spila aldrei framar, lætur
hann hafa peninga til að komast heim og lofar að hitta hann á stöðinni áður en
lestin fari. En nú fer hún að finna mikla ást til hans og er reiðubúin til að fórna
aleigunni til þess að fá að halda honum hjá sér og ákveður að fara með honum
í stað þess að kveðja hann. En eitt og annað verður henni til tafar, svo að hún
missir af lestinni. Í þrá sinni eftir þeim sem hún missti af, fer hún nú einu sinni
enn í spilavítið, og sér til skelfingar sér hún á ný hendurnar, sem fyrst höfðu
vakið samúð hennar. Ungi maðurinn hafði farið aftur að spilaborðinu. Hún
minnir hann á loforðið. En hann, altekinn af ástríðu sinni, skipar henni að fara
og fleygir í hana peningunum sem hún ætlaði honum til bjargar. Hún flýtir sér