Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 98
S i g m u n d F r e u d
98 TMM 2007 · 2
burt, stórlega auðmýkt og fær seinna að vita, að henni hafði ekki tekist að koma
í veg fyrir að hann fargaði sér.
Þessi frábærlega vel sagða saga og gallalaus orsakatengsl hennar er í sjálfri
sér fullkomin og hlýtur að orka sterkt á lesandann. En sálgreining sýnir að hún
byggist mestmegnis á óskaórum frá unglingsárunum, sem margir minnast
raunar meðvitað. Hugarórarnir taka til óskar drengsins um að móðirin vígi
hann til kynlífs til þess að bjarga honum frá hræðilegum skaða af völdum
sjálfsfróunar. (Allur sá fjöldi skáldverka, sem fjallar um frelsun eða endurlausn,
er af sömu rót.) Í staðinn fyrir „löst“ sjálfsfróunar kemur spilafiknin15 og
áherslan á hinar ástríðufullu handahreyfingar koma upp um upprunann.
Raunar er spilafíknin jafngildi hinnar gömlu sjálfsfróunaráráttu. Að „spila“
[leika, fitla] er orðið, sem er notað til að lýsa því þegar börn fara höndum um
kynfæri sín. Hin ómótstæðilega freisting, hátíðlegar heitstrengingar, sem samt
eru alltaf sviknar, um að gera þetta aldrei aftur, hin ölvandi nautn og sam
viskubit, sem segir viðkomandi að hann sé að skaða sjálfan sig (fremja sjálfs
víg) – allt þetta kemur óbreytt fram í þeim verknaði sem er settur í staðinn. Að
vísu er saga Zweigs sögð af móðurinni, ekki syninum. Það hlýtur að vera syn
inum huggun að hugsa: „Ef mamma bara vissi hvaða hættu ég er í vegna
sjálfsfróunar myndi hún áreiðanlega bjarga mér með því að leyfa mér að njóta
líkama hennar.“ Samasemmerkið milli móður og vændiskonu, sem ungi mað
urinn setur í sögunni, tengist þessum sömu hugarórum. Konan, sem er ónálgan
leg, verður nú auðfengin. Samviskubitið, sem fylgir hugarórunum, verður til
þess að sagan endar illa. Þá er líka áhugavert að sjá hvernig höfundurinn reyn
ir að dylja hina sálgreinandi merkingu sögunnar með yfirborði hennar. Því það
er meira en lítið vafasamt að ástalíf kvenna stýrist af leyndardómsfullum
skyndihvötum. Þvert á móti sýnir greiningin viðeigandi ástæður fyrir hegðun
þessarar konu, sem fram til þessa hafði snúið baki við ástinni. Hún hafði hald
ið tryggð við minningu látins eiginmanns síns og brynjað sig fyrir öllum svip
uðum áhrifum, en – og hér hafa hugarórar sonarins á réttu að standa – sem
móðir slapp hún ekki við dulvitaða yfirfærslu ástar á soninn og örlögin gátu
hitt hana með ör sinni á óvarinn stað.
Ef spilafiknin með hinni vonlausu baráttu við að losna undan henni og þeim
tækifærum, sem hún gefur til sjálfsrefsingar, er endurtekning á sjálfsfróun
aráráttu, þurfum við ekki að undrast þó að hún skipaði svo stórt rúm í lífi
Dostojevskís. Þegar á allt er litið finnst engin sú svæsin taugaveiklun að kyn
ferðisleg sjálfsfullnæging hafi ekki gegnt hlutverki í bernsku. Og sambandið
milli viðleitninnar til að bæla hana niður og hræðslunnar við föðurinn er of
þekkt til að þörf sé á nema rétt að nefna það.16