Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 100
S i g m u n d F r e u d
100 TMM 2007 · 2
”Dostojewski und die Vatertötung”. Hún var þannig tilkomin, að í framhaldi af
heildarútgáfu á þýsku á verkum F.M. Dostojevskís hófu framangreindir tveir
menn undirbúning að viðbótarbindum við ritsafnið, þar sem meðal annars var
fjallað um heimildir að skáldsögunni Karamazovbræðrunum. Freud var fenginn
til að rita grein þá sem hér birtist. Ritgerðin er ekki meðal þess besta, sem Freud
skrifaði. Hann dáði að vísu Dostojevskí mjög sem rithöfund, en minna álit hafði
hann á persónugerð hans. Viðauki fylgir þessari þýðingu og er gerð grein fyrir
tilefni hans í neðanmálsgrein. Þýðingin er gerð eftir þýska textanum í Gesam
melte Werke Freuds, nema seinni viðaukinn. Góðan stuðning hef ég haft af ensku
þýðingunni í Standard Edition, einkum hvað varðar neðanmálsgreinar.]
2 [ Karamazovbræðurnir komu út í íslenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur
1990–91 í tveimur bindum hjá Máli og menningu.]
3 Sjá um þetta umræðu hjá FülöpMiller og Eckstein í Der Unbekannte Dostoj-
evski. Stefan Zweig skrifar svo: ,,Hann lét ekki bönn borgaralegs siðgæðis halda
aftur af sér. Og enginn getur með vissu sagt hversu mikið hann gekk á svig við
lögin í lífi sínu né hversu mikið af glæpsamlegum hvötum söguhetja hans voru
hans eigin gerðir“. Um náin tengsl milli persóna Dostojevskís og reynslu hans
sjálfs er að lesa hjá Réné FülöpMiller í inngangi hans að ritinu Dostojevski am
Roulette. [Kynferðisleg misnotkun á ungri telpu kemur oftsinnis fyrir í skrifum
Dostojevskís, sérstaklega í Játningum Stavrogins, sem birtust að honum látnum
og Ævisögu syndara.]
4 [Sbr. ritgerð Freuds frá 1909, ,,Allgemeines über den hysterischen Anfall”.]
5 Sjá um þetta ritgerð FülöpMillers, ,,Dostojewskis Heilige Krankheit“ í bókinni
,,Wissen und Leben“. [Sjá einnig frásögn Aimée Dostoyevsky í bók hennar ,,Fyo-
dor Dostoyevsky“ um ævi föður hennar.] Sérstaklega er sú vitneskja áhugaverð,
að í bernsku skáldsagnahöfundarins ,,hafi eitthvað hræðilegt, ógleymanlegt og
kvalafullt“ komið fyrir, sem upphaf sjúkleika hans sé að rekja til (úr grein eftir
Suworin í blaðinu Nowoje Wremja, 1881, samkvæmt tilvitnun FülöpsMillers og
Ecksteins í inngangi þeirra að bókinni ,,Dostojewski am Roulette“, XLV. bls.). Sjá
einnig Orest Miller í ritinu ,,F. M. Dostojewski’s Autobiographische Schriften“ þar
sem hann skrifar: „Það er reyndar til annað sérstakt sönnunargagn varðandi
fyrstu bernskuár hans, sem tengja sjúkdóminn harmleik í fjölskyldunni. En enda
þótt mér hafi verið sagt þetta af nánum vini Fyodors Mikhailowich get ég ekki
fengið mig til að segja nákvæmlega frá því þar sem ég hef ekki fengið orðróminn
staðfestan af neinum öðrum“. Ekki geta ævisöguritarar og rannsakendur þakkað
slíka þagmælsku.
6 Flestir, þar á meðal Dostojevskí sjálfur, staðhæfa meira að segja, að sjúkdóm
urinn hafi fyrst fengið sína fullnaðarmynd sem flogaveiki í síberísku refsivist
inni. Því miður er ástæða til að vefengja sjálfsævisögulegar frásagnir taugaveikl
aðra. Reynslan sýnir, að endurminningar þeirra eru úr lagi færðar í því skyni
að slíta sundur óþægilegt orsakasamhengi. Samt virðist ótvírætt, að fangavist
Dostojevskís í Síberíu hafi breytt sjúkdómsástandi hans til muna, sbr. ,,Dostoj-
ewskis Heilige Krankheit“ (1186. bls.).
7 [Skýringuna hafði Freud þegar komið með í bréfi til Fliess vinar síns 8. febrúar
1897, 58. bréf (Aus den Anfängen der Psychoanalyse, 1950).]