Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 108
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
108 TMM 2007 · 2
Comes of Age. A Study of the Icelandic Theatre 1860–1910. Þar ræðir hann
ítarlega furðuhraða þróun frá áhugamennsku til faglegrar leiklistar á landinu
og rekur ástæður hennar, enda segir hún margt um menningarástand þjóð
arinnar á þessum áratugum. Megináhersla Sveins er á gildi áhugaleikhúss í
þessari þróun sem honum finnst oft vanmetið en á sérlega við hér á landi.
Íslenskt leikhús spratt upp úr grasrótinni – það var í sannleika „alþýðuleikhús“
sem komst til ótrúlega mikils þroska fyrir metnað og hæfileika aðstandenda.
Áhugamenn um bókmenntir munu hafa gaman af að heyra að snemma árs
kom út hjá University of Nebraska Press í Bandaríkjunum ný íslensk bók
menntasaga, A History of Icelandic Literature undir ritstjórn Daisy Neijmann,
lektors í íslensku við University College í London. Þar skrifa að mestu leyti
aðrir fræðimenn en í bókmenntasögu Máls og menningar, fyrir utan elsta
skeiðið, og verður fróðlegt að bera þessi tvö verk saman. Um elsta tímann fjalla
Vésteinn Ólason og Sverrir Tómasson, Margrét Eggertsdóttir skrifar um
tímabilið fram að rómantík, þá tekur Þórir Óskarsson við, Guðni Elísson
fjallar um raunsæi og nýrómantík og Jón Yngvi Jóhannsson um árin milli
stríða. Frá og með 1940 er farið að skipta bókmenntagreinum milli höfunda.
Ástráður Eysteinsson og Úlfhildur Dagsdóttir fjalla um prósa frá 1940 til 2000
en Eysteinn Þorvaldsson um ljóðagerð á sama tíma. Helga Kress á kafla um
kvennabókmenntir, Árni Ibsen og Hávar Sigurjónsson um leikbókmenntir,
Silja Aðalsteinsdóttir um barnabókmenntir og Daisy Neijmann um vesturís
lenskar bókmenntir en þær eru hennar sérgrein.
Nykur sendi frá sér tvær skemmtilegar ljóðabækur á útmánuðum. Kári Páll
Óskarsson gaf út ljóðabókina Oubliette með svo lærðum ljóðum að hann birtir
skýringar við mörg þeirra aftast. Þetta er krassandi bók en ekki átakanlega
bjartsýn eins og þetta ljóð sýnir. Það heitir „Talan 5“ og við það er engin skýring:
Ég tek mér byssu
ber að gagnauga
og tek í gikkinn.
Ég tek mér byssu
ber að gagnauga
og tek í gikkinn.
Ég tek mér byssu
ber að gagnauga
og tek í gikkinn.
Ég tek mér byssu
ber að gagnauga
og tek í gikkinn.
Ég tek mér byssu
ber að gagnauga
og tek í gikkinn.
Hin er Gárungagap eftir Emil Hjörvar Petersen. Hann tekur sér stöðu nútíma
mannsins en býr sér til andstæðing úr rómantíkernum. Manni virðist þó sem
hjartað sé frekar með andstæðingnum – eða hvað finnst ykkur?