Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 110
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
110 TMM 2007 · 2
Verðlaun
Dimmalimm verðlaunin fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2006 fékk
Björk Bjarkadóttir myndlistarkona laust fyrir jól fyrir bókina Amma fer í
sumarfrí (MM). Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt í byrjun febrúar að
venju. Þau hlutu Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir tengda smásagnasafnið Aldin-
garðinn (MM) sem kom nokkuð á óvart, og Andri Snær Magnason fyrir
Draumalandið (MM) sem kom ekkert á óvart.
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitti Gunnari Jóns
syni, Jónbirni Pálssyni og Jóni Baldri Hlíðberg verðlaun fyrir sitt mikla rit
Íslenskir fiskar (VakaHelgafell) aðeins síðar í febrúar. Í mars héldu kvenrithöf
undar sína fyrstu Góugleði og veittu þar fimm konum „fjöruverðlaun“, Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur fyrir Ólafíu (JPV), Kristínu Steinsdóttur fyrir Á eigin
vegum (MM), Önnu Cynthiu Leplar og Margréti Tryggvadóttur fyrir Skoðum
myndlist (MM), Þorgerði Jörundsdóttur fyrir Mitt er betra en þitt (Æskan) og
Hélene Magnússon fyrir Rósaleppaprjón í nýju ljósi (Salka).
2. apríl, á alþjóðlegum degi barnabókarinnar (og afmælisdegi H.C. Ander
sens) voru í fyrsta sinn veitt barnabókaverðlaunin Sögusteinn á vegum IBBY á
Íslandi og Glitnis. Þau eiga að veitast fyrir starfsferil frekar en einstakar bækur
og þau hlaut Sigrún Eldjárn fyrir þann fjársjóð sem hún hefur gefið íslenskum
börnum (og börnum annarra þjóða líka) í nærri fjörutíu bókum á síðasta
rúmum aldarfjórðungi. Ég minni á að Margrét Tryggvadóttir bókmennta
fræðingur skrifaði yfirlitsgrein um Sigrúnu í 2. hefti TMM árið 2004. Þar segir
hún skemmtilega frá áhrifunum sem fyrsta bók Sigrúnar, Allt í plati (1980),
hafði á hana átta ára gamla: „Þessi bók var allt öðruvísi en bækurnar um
afskiptu börnin. Hún gaf raunveruleikanum langt nef og boðaði það eitt að
mínu mati að ef manni leiddist ætti maður að skemmta sér.“
Brynhildur Þórarinsdóttir hlaut í vor Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir
endursagnir sínar á Íslendingasögum og er það í þriðja sinn á fjórum árum sem
þessi verðlaun falla íslenskum rithöfundi í skaut. Ragnheiður Gestsdóttir fékk
þau 2005 fyrir Sverðberann og Kristín Steinsdóttir 2003 fyrir Engil í Vestur-
bænum. Áður hafði Guðrún Helgadóttir hlotið þau fyrir Undan illgresinu árið
1992. Þessi verðlaun hafa verið veitt árlega síðan 1985 en frá og með þessu ári
verða þau veitt annað hvert ár. Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavík
urborgar hlaut Áslaug Jónsdóttir fyrir snilldarverkið Stór skrímsli gráta ekki
(MM), og þýðingarverðlaunin fékk Rúnar Helgi Vignisson fyrir Sólvæng
(Græna húsið, höf. Kenneth Oppel). Íslensku þýðingarverðlaunin fékk ritstjóri
TMM fyrir Wuthering Heights (Bjartur, höf. Emily Brontë).
Ormstunga gaf út hefti af Jóni á Bægisá í febrúar (nr. 11) til að minnast þess
að í ár er aldarafmæli breska góðskáldsins og Íslandsvinarins W.H. Auden.
Ungur læknir, Ögmundur Bjarnason, skrifar grein um skáldið og þýðir nokkur
ljóð eftir það auk kafla úr Letters from Iceland. Er gott að íslenskir læknar halda
enn tryggð við skáldskap og þýðingar á skáldskap. Aðrir sem leggja til efni um