Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 114
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
114 TMM 2007 · 2
Leiklist
„Dyggur lesandi tímaritsins til fjölda ára“ sendi ritstjóra bréf í vor eins og fram
kemur í ritstjórapistli. Þar segir hann líka: „Helstu greinar sem ég les í ritinu er
menningaryfirlit þitt, ágætt, en oft ertu mikil Pollyanna, mættir vera stundum
beittari, en mikil ósköp geturðu innbirt af menningu, ég væri kominn með
kveisu.“
Við þessu er fátt að segja annað en að leikhúsin á vormánuðum voru ennþá
betri en í haust sem leið. Þar er fyrst að nefna Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson
undir stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar hjá Leikfélagi Reykjavíkur, næma og
spennandi nýja uppsetningu á þessu safaríka íslenska fjölskyldudrama. Það er
ekki algengt (lengur) að spenna í leikverki stafi af afbrýðisemi og deilum um
myndlist og bókmenntir, ekki síst þess vegna er þetta dýrmætt verk.
Ný íslensk verk voru óvenjumörg og skemmtileg á fjölunum. Eilíf hamingja
eftir Þorleif Arnarsson (leikstjóra) og Andra Snæ Magnason sem Hið lifandi
leikhús sýndi í Borgarleikhúsinu fletti ofan af lífi og störfum íslenskra milli
stjórnenda á drepfyndinn hátt; Ást eftir Gísla Örn Garðarsson og Víking
Kristjánsson sem Vesturport sýndi í Borgarleikhúsinu var innlit í ástarlíf eldri
borgara með söngvum; Abbabbabb eftir dr. Gunna sem Á senunni sýndi í
Hafnarfjarðarleikhúsinu gaf svipsýn af lífi íslenskra krakka á þeim tímum
þegar pönk og diskó tókust á; söngleikurinn Leg eftir Hugleik Dagsson og Flís
skoðaði undir stjórn Stefáns Jónssonar íslenskt fjölskyldulíf og samfélag í nán
ustu framtíð með röntgenaugum í Þjóðleikhúsinu. Og norður á Akureyri unnu
útskriftarnemar í leiklist í Listaháskólanum með Leikfélagi Akureyrar að upp
setningu verksins Lífið – notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson undir
stjórn Kjartans Ragnarssonar. Þar var villugjarnt líf í ævintýraskógum
nútímans kannað og krufið í prósa og ljóði svo gneistaði af. Eða eins og Ritar
söng:
Sættu þig við það að kerfið þitt er ekki að virka – og gagnslaust að fara í fýlu
formúlan gamla er úrelt og lek sem hrip,
lífið er þversumma alls – sem þú gleymdir að telja og taldir
tilgangs og marklaust að hlaða í eigið skip.
Af erlendum verkum ber fyrst að nefna það sprellfjöruga og óhugnanlega
Killer Joe eftir Tracy Letts sem Skámáni sýndi í Borgarleikhúsinu undir stjórn
Stefáns Baldurssonar, fjölskyldudrama sem snýst um leigumorð og peninga.
Svartur köttur eftir Martin McDonagh sem LA setti upp undir stjórn Magn
úsar Geirs leikhússtjóra brá upp nöturlegri mynd af arfleifð langvinns borg
arastríðs í Írlandi. Hálsfesti Helenu eftir Carole Fréchette sem María Sigurðar
dóttir stýrði í Þjóðleikhúsinu skoðaði áhrifin sem sundurskotin Beirútborg
hefur á vestrænan gest. Og í Kassa Þjóðleikhússins tókust Hilmir Snær
Guðnason og Elva Ósk Ólafsdóttir hatrammlega á um einkalíf hjónanna
Róberts og Elísabetar í Hjónabandsglæpum EricsEmmanuels Schmitt undir