Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 123
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 2 123
Og þessi látlausu tilbrigði láta undurvel í eyrum. Enn sem fyrr er „kyrrlátum
kvöldum á vorin“ ofið í rödd skáldsins. Það er meira að segja vafamál hvort
Hannes Pétursson hefur nokkurn tímann ort eins vel og hann gerir hér. Slíkar
vangaveltur þjóna reyndar engum tilgangi en ég vona svo sannarlega að Hann
es sé ekki með „aldasöng“ sínum að setja punkt aftan við sinn skáldskap, þótt
komið sé að kvöldi.
Það er vandi að lýsa í fátæklegum orðum fallegri ljóðabók eftir mikið
skáld, enda ætla ég ekki að teygja minn lopa lengri. Mig langar þó til að gefa
þeim sem taka sér Fyrir kvölddyrum í hönd eitt lítið ráð, og það er að lesa fyrst
allar undangengnar ljóðabækur Hannesar Péturssonar, og þeir sem það hafa
þegar gert, þeim ráðlegg ég að gera það einu sinni enn, það er ómaksins vert.
Ása Helga Hjörleifsdóttir
Skáldsaga í forgarði sköpunar
Bragi Ólafsson, Sendiherrann. Mál og menning, 2006.
Nýjasta skáldssaga Braga Ólafssonar sver sig í ætt við fyrri skáldsögur hans.
Kafkaískt andrúmið er ríkjandi, en þó í breyttri mynd. Í Gæludýrunum (2001)
og Samkvæmisleikjum (2004), til að mynda, man lesandinn eftir Réttarhöld-
unum og Umskiptunum; aðalpersónur verkanna, Emil og Friðbert, virðast
króaðar af úti í horni tilvistar sinnar, á einhvern hátt dæmdar til að fylgjast
með lífi sínu úr óskilgreindri fjarlægð, án þess að geta rönd við reist. Í Sendi-
herranum er lesandinn kominn nær Höll Kafka, og finnur sig á endanum í vafa
um áreiðanleika K./Sturlu Jóns sem vitundarmiðju sögunnar. Líkt og persónan
K. virkar ljóðskáldið Sturla Jón nokkuð traustvekjandi persóna við upphaf
frásagnarinnar. Hann er athugull í hlutleysi sínu, í raun óvenju vakandi fyrir
umhverfinu. Sturla Jón líkist einnig persónum úr fyrri skáldsögum Braga, sem
gefa sig nánast allar í þá skapandi iðju að fylgjast (of) grannt með því sem á sér
stað í nánasta umhverfi. Fyrir vikið verða þær einskonar sjónhimnur sem
öldur hinna brotna á. Sturla Jón er þó ekki hlutlaus persóna með öllu, en vand
inn er sá, að því betur sem lesandi kynnist Sturlu, því óljósari verður pers
ónan.
Skáldsagan hefst á lýsingu á vaxbornum frakka sem persónan kaupir sér í
búð í Bankastrætinu í Reykjavík. Þetta er enginn venjulegur frakki. Fyrir utan
að hylja aðalpersónu sögunnar lengi vel, er það í gegnum frakkann sem við
kynnumst föður Sturlu og móður, ferli hans sem ljóðskálds, æsku hans og
alkóhólisma, líkt og skáldsagan eigi í blætiskenndu sambandi við flíkina. En