Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 124
B ó k m e n n t i r
124 TMM 2007 · 2
þegar líður á verkið, þegar Sturla Jón er farinn á ljóðahátíðina í Litháen sem
„sendiherra“ Íslands, og þegar komið er í ljós að síðasta ljóðabókin hans (og
líklega margt úr þeim fyrri) byggir á stolnu efni frá látnum frænda hans, er
búið ,,að fletta ofan af honum, í að minnsta kosti tvennum skilningi“. Frakk
anum hans hefur nefnilega einnig verið stolið (bls. 235). Spurningin er þá lík
lega sú hverju er kastað hulunni af.
Sturla Jón er sjálfsmeðvitaður og vel lesinn sem ljóðskáld. En sú írónía sem
sjálfsmeðvitund (og á köflum sjálfsánægja) hans skapar í augum og huga les
andans fleytir þessum sama lesanda aðeins hálfa leið. Fyrri hluti bókarinnar,
sem gerist í Reykjavík, er barmafullur af beinum eða óbeinum vísunum í
heimsbókmenntirnar – Kafka, Baudelaire, Búlgakov, Rimbaud, og ekki síst
Balzac, en Sturla Jón ber sig oft saman við hinn unga lífsþyrsta námsmann
Rastignac í Père Goriot. Samanburðurinn við Rastignac virðist frelsa textann
um stundarsakir úr járnklóm íróníunnar og fleyta honum yfir í tragíkómed
íuna, en það eru einmitt meðal annars hinir tragíkómísku strengir sem halda
umræddri skáldsögu saman. Í miðri íróníunni fæðist þó óvænt og sláandi beitt
depurð í þessum samanburði; blóðheitt samband Rastignac við lífið undir
strikar hálfvelgjuna sem ríkir í sambandi Sturlu við líf sitt. Í nokkrum köflum
skáldsögunnar verður þetta persónuleikaleysi, eða öllu heldur þessi ,,annar“
leiki, sannfærandi. Textinn rígheldur lesanda og ekkert að gera annað en að
drekka í sig hálfvelgju og tóm orðanna, líkt og sjálfur sannleikurinn eigi eftir
að felast í næsta orði eða þarnæsta. Í heildina sveiflast textinn þó á mörkum
sviðsetts andleysis annars vegar og andleysis hins vegar, líkt og skáldsagan sjálf
sé föst í forgarði sköpunar. Skáldsagan, eins og Sturla sjálfur, virðist hafa orð
Rimbaud að leiðarljósi, enda vísar faðir Sturlu í það ljóðskáld um leið og Sturla
hugsar um hvernig hann hefur eignað sér ljóð Jónasar frænda síns, eignað sér
orð annars – je est un autre (ég er annar) – En hver (38)?
Í öðrum hluta verksins er Sturla kominn til Litháen. Nokkrum köflum áður,
þegar hann er í lyftunni í íbúðarhúsi sínu í Reykjavík með nágranna sínum
verður Sturlu hugsað til annarrar langrar lyftuferðar í bók Kazuo Ishiguro, The
Unconsoled, og ber sig saman við aðalpersónuna Ryder. Og þegar til Vilníus er
komið er eins og atburðarás The Unconsoled endurtaki sig: Fulltrúi listarinnar
verður viðfang hennar. Eftir hinn örlagaríka hádegisverð Sturlu fyrsta daginn
í Vilníus, þegar faðir hans hringir í hann til að tilkynna honum að það sé búið
,,að ljóstra upp um hann“, og þegar hann sér að á sama tíma hefur frakkanum
verið stolið úr fatahengi veitingastaðarins, er eins og persónan Sturla verði að
Ryder Ishiguros (en þeim báðum fylgir draugur K. úr Höll Kafka). Í þetta sinn
er það lesandinn sem ber þá saman en ekki Sturla, það er að segja, nú er sam
anburðurinn ómeðvitaður persónunni, og líklega óvinsæll í augum Sturlu sem
í fyrra skiptið hugsaði glaðhlakkalega, nánast bróðurlega, til síns skáldaða
félaga, sem nýtur jú einnig þeirra „forréttinda“ að vera listrænn sendiherra í
evrópskri borg. Vissulega eru þeir bræður. Á sama hátt og traust lesanda til
aðalpersónunnar í verki Ishiguros minnkar stöðugt, dvínar fyrrnefnt traust
lesandans til Sturlu smám saman. Lesandi kemst með öðrum orðum ekki hjá