Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 125
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 2 125
því að efast um sýn Sturlu á umhverfi sitt. Og það er hér sem persónan Sturla,
sem og skáldsagan sjálf, verður allt í senn grípandi, fjarstæðukennd, húmorísk
og tragísk.
Í ringulreiðinni sem fylgir þessari margföldu afhjúpun fer Sturla drukkinn
á vapp um borgina, rekst á vændiskonu og ætlar að kaupa sér þjónustu hennar,
en missir löngunina þegar hvítlaukslyktin úr munni hennar verður of sterk.
Hann hrindir henni frá sér og kallar hana skepnu, „hann fór með öðrum
orðum út fyrir sinn eigin orðaforða“ (248). Sendiherrann kemst á undarlegt
flug einmitt í þessum miðkafla, þegar textinn fer „út fyrir sinn eigin orða
forða“. Það er slagkraftur í könnun Braga á viðbrögðum Sturlu við sinni eigin
afhjúpun, sinni ljóðrænu jarðarför, líkt og persónuleiki þessa áður „annarlega“
manns sé nú fyrst að koma fram í dagsljósið. Og hvað er að sjá?
Hugsanlega hefði Bragi átt að staldra lengur við þennan kafla þar sem skap
andi núningur þess að vera grafinn lifandi annars vegar og að uppgötva eitt
hvað í miðri jarðarförinni hins vegar, eitthvað sem maður hefði áður flokkað
sem utan við eigin orðaforða, svalar hvort tveggja þorsta lesanda og kröfu við
fangsefnisins. Hér reynir skáldsagan að sprengja af sér eigin takmörk. Hvort
sem það tekst eða ekki, horfir lesandi ekki framhjá tilrauninni sem slíkri. Í
verki sem fjallar að ýmsu leyti um afdrif (ljóð)listarinnar í nútímasamfélagi er
tilraunin sem slík hápunkturinn. En þegar runnið hefur af Sturlu í beinni og
óbeinni merkingu, þegar hann hefur stolið öðrum frakka (sem er nánast alveg
eins og sá fyrri) af ríkum, bandarískum „velunnara“ listarinnar, er eins og
bókin sökkvi aftur í hálfvelgju eða öllu heldur svipbrigðaleysi fyrri hlutans,
líkt og textinn missi einbeitingu, þó á nánast markvissan, stílfærðan hátt.
Snemma í bókinni tilkynnir Sturla Jóni föður sínum að hann sé hættur að
yrkja. Sturla hefur sem sagt tekið þá ákvörðun að segja skilið við ljóðlistina, og
að verk framtíðarinnar muni vera skrifuð í prósa.
En Jón myndi ekki kippa sér upp við þá yfirlýsingu sonar síns um að hann væri
hættur að yrkja. Hann myndi ekki heyra hana. Ef gerður yrði samanburður á því
tvennu myndi til dæmis ákvörðun skáldsagnapersónunnar Búlgakovs, Bésdomnís,
um að hætta að yrkja, án nokkurs vafa snerta Jón dýpra en ákvörðun hans eigin
sonar; sá síðarnefndi var ekki persóna í skáldsögu eftir rússneskan höfund; hann var
ekki einu sinni persóna í skáldsögu. Og til að þurfa ekki að ergja sig enn frekar yfir
áhugaleysi föður síns leiddi Sturla hugann að frakkanum nýja sem hann hafði hengt
á stólinn við ofninn í eldhúsinu. (44)
Í ofangreindu textabroti kemur mikilvægi (og ljóðrænt blætiseðli) frakkans
sterkt fram, því maður sem er „ekki einu sinni persóna í skáldsögu“, mun þurfa
á vaxborinni yfirhöfn, sannfærandi yfirborði, fallegri bókarkápu að halda.
Maður spyr sig hvort Sturla Jón sé í raun persóna í þessari skáldsögu, Sendi
herranum. Og er það þá hinn sjálfsvísandi gjörningur verksins? Sturla er ekki
persóna í rússneskri skáldssögu eftir Búlgakov. En í lokakafla bókarinnar
kemst sendiherra listarinnar næst því að verða persóna sem hann skapar sjálf
ur, líkt og hann rati (eða flýi) beinustu leið inn í skáldsögu sem er köld stæling