Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 126
B ó k m e n n t i r
126 TMM 2007 · 2
á félagsraunsæi. Hann hefur, að því er virðist, fundið ástina hjá rússneska ljóð
skáldinu Liliyu Boguinskaiu og er kominn með henni til Minsk, í íbúðarhús
Galinu móður hennar þar sem þær mæðgur búa. Meira en tvær síður (nánast
þær síðustu í Sendiherranum) fara í nákvæma lýsingu á opnunarsenu myndar
Billy Wilders The Apartment (1960) sem þau horfa á með vodkastaupin sér við
hlið, nánast eins og þessi skáldsaga viti ekki hvernig hún eigi að enda, og leitar
því í sögu af öðrum manni í frakka. En eins og gildir með textann í heild, er
erfitt að henda reiður á fagurfræði þessara síðna.
Einn best skrifaði kafli bókarinnar er svarbréf Sturlu til Íslands eftir að
fjölmiðlar hafa afhjúpað nýjasta verk hans sem ritstuld. Þar kynnist lesandinn
öðrum Sturlu, en um leið öðrum Braga sem skrifar: „Og hinn vaxborni frakki
skáldsins, sem er ætlað að hrinda burt regninu, veitir ámóta skjól og bókarkápa
veitir gegn gagnrýni“(376). Þessi sjálfsmeðvitaða vísun er bara ein í röð margra
í þessu verki sem virðist ganga út á sinn eigin galla: hugmyndin um að eigna
sér sjálfsvitund sem maður á kannski ekki skilið. Við upphaf verksins vinnur
Sturla sjö þúsund krónur í happdrætti, og það er eins og Sendiherrann (sem
texti) byggi á „heppni“, það er að segja, samsetning þessa verks tókst óvart, en
líkt og gengur og gerist með happdrættisvinninga er erfitt að segja til um hvort
vinningshafinn eigi hann skilið. Bragi hefði mátt kortleggja Sendiherrann
betur, sem er vissulega írónískur galli á verki þar sem borgarkort og staðarlýs
ingar koma jafn mikið við sögu.
Í fyrirlestrinum „Can art still be subversive?“ velti heimspekingurinn og
menningarrýnirinn Slavoj Žižek meðal annars fyrir sér eiginleikum góðs
listaverks, og nefndi verk Kafka, T.S. Eliot og Wallace Stevens sem dæmi, þar
sem agi og nákvæmni væru ávallt í fyrirrúmi í skrifum þeirra, hversu fjar
stæðukennd eða flæðandi módernísk sem þau skrif eru.1 Hugsanlega er það agi
og nákvæmni sem Sendiherrann skortir. Það er eins og verkið byggi á þeirri
sérstöku tegund af íróníu sem virðist þrá að komast út fyrir sjálfa sig. Í gegnum
íróníuna skynjar lesandinn jafnframt löngun og áform höfundar um að fleyta
texta sínum lengra, að fleyta sinni Reykjavíkursögu yfir Atlantshafið. Miðl
ungsgóða skáldið Sturla Jón hikar ekki við að bera litlausa grein (sem hann
skrifaði á methraða í skjóli nætur) saman við Dóm Kafka, og lesandinn skynj
ar vissulega íróníuna þar, en á sama tíma er höfundurinn í raunverulegri
samræðu við Kafka, sem og Ishiguro, Balzac og Baudelaire svo nokkur dæmi
séu tekin. Það væri jafnvel hægt að túlka Sendiherrann sem langt tilbrigði við
söguna Frakkinn eftir Gogol, þar sem frakka Akakí Akakíevitsj er stolið, en sá
vinnur einmitt við að afrita skjöl.2 Við lestur á Sendiherranum vakna jafn
framt margar tímabærar spurningar um stöðu listarinnar í dag, ekki síst sú
sem Žižek spurði, það er að segja hvort listin geti enn haft niðurrif (súbversjón)
að leiðarljósi. Svarið sem verkið gefur við þeirri spurningu – svar sem liggur
eðlilega ekki á lausu almennt séð – er hæfilega marglaga. Bókin er einnig verð
ug stúdía á sambandi listamannsins við verk sitt; við afkvæmi sitt. Þetta eru
þarfar og djarfar spurningar. En það er ekki laust við að lesandi Sendiherrans
skynji, í bland við metnaðinn, óþarfa tregðu hjá höfundinum. Eða öllu heldur