Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 129
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 2 129
kynni við eftirminnilegt fólk; hann tekur upp puttaferðalang, unglingsstúlku
sem hefur strokið að heiman (eins og hann). Hún fer með honum alla leið til
Ísafjarðar þar sem minningarnar vakna, og Egill gerir sér ljóst að kannski er
hann „ekki enn búinn að vinna úr fortíðinni“ (187) og ef til vill er fortíðin „jafn
framandi og önnur lönd“ (189) eins og hrafn einn krunkar honum í eyra.
Þótt efni Feigðarflans sé þannig í grunninn dramatískt, ef ekki hreint út sagt
harmrænt, er síður en svo harmrænn blær á frásögninni. Þvert á móti hefur
frásögnin yfir sér skoplegan blæ og jafnvel farsakenndan á köflum. Hvað þetta
snertir er frásagnarháttur Feigðarflans mjög ólíkur fyrri bókinni um Egil
Grímsson, Nautnastuldi, og staðreyndin er að sem lesandi á ég erfiðara með að
trúa á þunglyndi og lífsleiða hins miðaldra Egils en á þunglyndi og framtaks
leysi hins unga Egils. Ástæðan er án efa skoplegur stíll Feigðarflans sem óhjá
kvæmilega myndar mótstöðu við yfirlýsingar sögumannsins um eigin vanlíð
an. Frásögnin er í fyrstu persónu og hinn miðaldra Egill er miklu meiri húm
oristi en hinn yngri Egill. Vissulega er hann vonsvikinn yfir slæmu gengi sínu
á rithöfundarbrautinni og finnst sem lífi sínu hafi verið lifað til lítils, en
þunglyndið og angistin – sem hlýtur að vera forsenda sjálfsvígsákvörðunar
innar – slær ekki í gegn í frásagnarhættinum líkt og í Nautnastuldi þar sem
þreyta og magnleysi persónunnar höfðu allt að því lamandi áhrif á lesandann.
Á hinn bóginn gerir einmitt þessi mismunur á bókunum tveimur lesturinn á
Feigðarflani að mun „skemmtilegri“ lestrarupplifun, að mínu mati. Víða má
brosa að skemmtilegu orðalagi höfundar og írónískum athugasemdum, og á
ýmsum stöðum getur lesandinn varla annað en skellt upp úr þegar atburða
rásin tekur óvæntar og farsakenndar beygjur. Sem dæmi um það síðarnefnda
má nefna heimsókn Egils til hjónanna Ásmundar og Sjönu sem koma honum
sífellt á óvart með undarlegu háttalagi sínu – svo ekki sé meira sagt. Sem dæmi
um það fyrrnefnda má nefna ýmsar athugasemdir Egils um ferð sína og far
kostinn, bílinn sem er í svo slæmu ástandi að það er stórhætta á því að hann
drepi sig á honum!
Líkt og í Nautnastuldi er mikið um vísanir í og tengingar við aðrar bók
menntir í Feigðarflani sem krydda frásögnina um leið og þær víkka út merk
ingarsvið textans. Oftast eru þessar vísanir markvissar og falla vel að sögu
þræði en fyrir kemur að þær missa marks, eins og til dæmis þegar Egill segir:
„Mér líður eins og ég sé staddur í skáldverki eftir Sjón“ (200). Þessa vísun skil
ég ekki (og hef þó lesið öll skáldverk Sjóns). Rúnar Helgi fer varlega með notk
un á táknum í Feigðarflani (þau voru mun fyrirferðameiri í Nautnastuldi þar
sem Skottur, Mórar og skordýr voru í stóru hlutverki) en óneitanlega má hafa
gaman af vandræðum hans með liminn sem verður sífellt aumari, rauðari og
þrútnari eftir því sem líður á sögu (líklega vegna sýkingar). Kallast vandræðin
með karlmennskutáknið sjálft að sjálfsögðu á við vanda Egils við að standa sig
sem karlmaður – eiginmaður, faðir og fyrirvinna – í samfélagi sem metur lítt
framlag hans á þessum sviðum, hvað þá sem rithöfundar og kennara.
Þegar allt kemur til alls hlýtur megininntak Feigðarflans að snerta einmitt
það; hlutskipti karlmannsins (eða karlrithöfundarins) í nútímasamfélagi og