Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 144
U m r æ ð u r
144 TMM 2007 VIII
Einhver hefði átt að benda Aðalheiði á hversu hlægilegt það er að benda á
hversu hlægilegt það er að svara gagnrýnendum sínum, í grein sem að grunni
til er einhvers konar gagnrýni. Enn fremur hefði einhver átt að benda henni á
hversu hlægilegt það er að fjalla um ljóð sem maður hefur ekki lesið.
Höfundar efnis
Anna Jóhannsdóttir, f. 1969. Myndlistarmaður og listgagnrýnandi við Morgunblaðið.
Auður Eydal, f. 1938. Kennari að mennt og stundaði síðan nám í bókmenntum og
sagnfræði við HÍ. Forstöðumaður Kvikmyndaskoðunar og leiklistargagnrýnandi
um árabil. Sérlegur áhugamaður um menningartengdar ævintýraferðir.
Ása Helga Hjörleifsdóttir, f. 1984. Er um það bil að útskrifast með BA próf í bók-
menntafræði frá HÍ þegar þetta hefti kemur út. Hefur líka stundað nám í Kanada
og Frakklandi.
Bjarni Bernharður, f. 1950. Skáld. Hann gaf út tvær ljóðabækur 2006, Vélgöltinn og
Innviðir: ljóð 1975-2006.
Bjarni Bjarnason, f. 1965. Rithöfundur.
Böðvar Guðmundsson, f. 1939. Skáld og rithöfundur.
Eiríkur Örn Norðdahl, f. 1978. Skáld og rithöfundur. Nýjasta bók hans er skáldsagan
Eitur fyrir byrjendur (2006).
Freud, Sigmund (1856-1939). Austurrískur taugalæknir og frumkvöðull í sálgrein-
ingu.
Gunnar Karlsson, f. 1939. Prófessor í sagnfræði við HÍ.
Hallgerður Gísladóttir (1952-2007). Sagnfræðingur og skáld. Sjá minningarorð um
hana á bls. 115. Hún skildi eftir drög að handriti sem ljóðin í heftinu eru úr.
Hallgrímur Helgason, f. 1959 Rithöfundur og myndlistarmaður. Nýjasta bók hans er
Rokland (2005).
Haukur Ingvarsson, f. 1979. Skáld og útvarpsmaður.
Helgi Hálfdanarson, f. 1911. Lyfjafræðingur og mikilvirkur bókmenntaþýðandi og
fræðimaður.
Ingólfur Gíslason, f. 1974. Stærðfræðingur, skáld og húsfreyr.
Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972. Bókmenntafræðingur.
Katrín Jakobsdóttir, f. 1976. Bókmenntafræðingur.
Kristján Jóhann Jónsson, f. 1949. Dósent við KHÍ.
Sigurður Ingólfsson, f. 1966. Doktor í frönskum nútímabókmenntum, kennari,
menningarrýnir og ljóðskáld. Síðasta bók hans var Þrjár sólir (2002).
Sigurjón Björnsson, f. 1926. Prófessor emerítus í sálfræði við HÍ.
Soffía Auður Birgisdóttir, f. 1959. Bókmenntafræðingur. Aðjúnkt við HÍ og verkefna-
stjóri við Háskólasetrið á Höfn í Hornafirði.
Thor Vilhjálmsson, f. 1925. Rithöfundur.
Vilborg Dagbjartsdóttir, f. 1930. Skáld. Nýjasta bók hennar er Fugl og fiskur (2006),
safn af ljóðum og sögum handa börnum.
Þórarinn Eldjárn, f. 1949. Skáld og rithöfundur. Nýjasta bók hans er ljóðabókin
Hættir og mörk (2005).