Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 6
6 TMM 2008 · 3
S i g u r b j ö r g Þ r a s t a r d ó t t i r
Sá sem vinnur við vatnsburð er ekki að sækjast eftir kastljósi – glæru ljósi
einskis – eða frama. Sá sem yrkir er það ekki heldur, ekki á meðan hann
yrkir í öllu falli, þar ræður innri þörf. Steinn orti milli svefns og vöku, að
eigin sögn, og staðhæfði reyndar að hann gerði það ekki af ástríðu, held-
ur til að sofna. Net til að veiða svefninn. Þar ofan á trúði hann einhverj-
um fyrir því að allur skáldskapur væri vitleysa, nema helst ef hann væri
lesinn aftur á bak. Kannski er það þess vegna sem sumum þykir erfitt að
skilja þennan texta, þetta er tíunda kvæði Tímans og vatnsins, það verð-
ur að rýna, bakka, kannski snúa við, en þá gengur líka allt upp. Kannski
kemur meira að segja á daginn að ljóðið fjalli bara víst um bíó.
Tíminn er eins og vatnið, tíminn er eins og sólvængjuð hringvötn í
skjólunum hennar Völlu í Bænum, Völlu systur sem reiðir þær fleyti-
fullar yfir herðarnar og fetar sig upp og niður hænsnastigann á meðan
sólin leikur um bæinn fyrir utan. Hún hét Valbjörg Kristmundsdóttir
og var fædd á Laugalandi við Ísafjarðardjúp eins og Steinn bróðir en var
þar bara fyrst, svo kom lífið, og fullorðinsárin bjó hún á Akranesi. Af
hverju í ósköpunum var þvottahús kvikmyndahússins niðri í kjallara, í
kjallara sem var kaldur og djúpur eins og, tja, þið vitið?
Í tvítugu djúpi
svaf trú mín og ást
eins og tvílitt blóm.
Og sólin gekk
yfir grunlaust blómið
á gulum skóm.
Allar kvenmyndir sem eitthvað kveður að í ljóðum Steins eru grannar,
fínlegar. Konurnar sjálfar eru hávaxnar á hælum og sólirnar sem eru
eins og konur ljóma í draumunum. Valla í Bænum var jafnhá mér þegar
ég var tólf ára, kálfarnir hennar komu stuttir undan kjólnum í þykkum
sjúkrasokkabuxum, hún kjagaði því hún fékk skyrbjúg þegar hún var
barn. Það var margt sem skorti fyrir vestan fyrir einni öld, margt sem
vítamínhillur, súpertrúpermarkaðir og myntkörfur okkar tíma eru
fleytifullar af – þótt menn tali um kreppu. Ýmislegt skorti þótt fólkið
væri gott, á sumum bæjum skorti aðstæður til að halda fjölskyldum
saman, vinnu fyrir vinnufæra, mat, klink, C–vítamín handa lítilli
stúlku sem fékk skyrbjúg. En fólkið var gott og efnilegt, það veðjaði á
samheldni og skarpa hugsun en hið fyrrnefnda þurfti á stundum undan
að láta. Ég heyrði eitt sinni konu hafa eftir manni fyrir vestan að það
hefði verið það átakanlegasta sem hann hefði séð, þegar heimili Steins
Steinars og systkina hans var leyst upp.