Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 8
TMM 200 S i g u r b j ö r g Þ r a s t a r d ó t t i r
greindur og kátur, þótt strit hafi stíað systkinahópi í sundur kann að
vera að sólin hafi skinið á milli þeirra lengur en í ríkmannlegum stof-
um, ég veit það ekki. Ég veit ekki einu sinni hversu vel Valbjörg Krist-
mundsdóttir og Aðalsteinn Kristmundsson þekktust, þau ólust sem fyrr
segir ekki upp saman. En hún var samt með mynd af honum á hillu í
herberginu sínu á elliheimilinu, mér finnst ég muna það skýrt, en á
sama tíma eignaðist ég að vísu Skólaljóðin og myndin í vitundinni kann
að vera þaðan. Og vitund manns sjálfs er sem kunnugt er köld og djúp
eins og kjallari í kvikmyndahúsi.
Ég hræddist mest af öllu illu
útburðanna gól og vein.
Í æsku þekkti ég ótal marga,
sem áttu skjól bak við kaldan stein.
Þeir veinuðu fram um fjöll og heiðar,
þessi forsmáðu, útbornu ræfils–skinn.
Þeir kváðu hæst, þegar kalt var úti,
þeir komu jafnvel á gluggann minn.
Það fylgir ekki sögu hversu nálægt heimili Steins Steinars börn voru borin
út. Það hefur sennilega aldrei verið, þrátt fyrir tilgreindar þrengingar,
líklega var hann bara læstur í sögum fyrri tíðar, í draugasögum, kannski
var hann bara myrkfælinn lítill strákur. Myrkfælin var Valla á hinn bóg-
inn ekki, þá hefur hún að minnsta kosti aldeilis bitið á jaxlinn því það er
ekki fyrir hvern sem er að vera einsamall í dimmum bíósal utan opnunar-
tíma. Trúið mér. Svipirnir eru þarna, þótt þeir séu horfnir af tjaldinu. En knýtt sem hún var, í mynstruðu gömlu-konu-kjólunum sínum á
dvalarheimilinu, skildi ég aldrei hvers vegna hún hafði valist til þess að
standa í þessum vatnsburði í öll þessi ár. Hún var enginn bógur í það.
Ég var drúpandi höfuð,
ég var dimmblátt auga,
ég var hvít hönd.
Og líf mitt stóð kyrrt
eins og kringlótt smámynt,
sem er reist upp á rönd.
En kannski fannst henni það ekki tiltökumál. Kannski raulaði hún vísur
eða orti þær sjálf á meðan hún skúraði, því hún var hagmælt kona. Valla