Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 12
12 TMM 2008 · 3
J ó n a s S e n
Johansson, var kynnir þáttarins sem við áttum að koma fram í, og hún
átti líka að leika í flestum grínatriðunum.
Ég sá leikkonuna fyrst þegar við komum inn í myndverið. Það var
verið að farða hana og smella af henni myndum. Hún var eins og við-
kvæm postulínsdúkka og það var furðuleg ára í kringum hana. Ég veit
ekki hvað það var, kannski bara öll uppsöfnuð athyglin sem hún hefur
fengið. Leikararnir í Hollywood eru náttúrulega á sama stalli og guð-
irnir í gamla daga og að sjá einn þeirra í alvörunni, ekki bara á skjá, er
eins og að verða vitni að yfirnáttúrulegum atburði. Eins og ef Afródíta
myndi birtast manni ljóslifandi á miðilsfundi.
Tónlistaratriðin okkar voru æfð í þaula, og svo var aðalæfing um
kvöldið með áheyrendum sem fylgdust með, klöppuðu, hlógu og öskr-
uðu á réttum stöðum. Æfingin var tekin upp og mér var sagt að það væri
til öryggis ef eitthvað klikkaði í beinu útsendingunni síðar um kvöldið.
Sem betur fer gerðist það ekki, allt gekk eins og í sögu. Við vorum búin
að æfa okkur svo vel að mér leið aldrei eins og ég væri að spila fyrir
fimmtíu milljónir. Og Björk söng eins og engill.
Björk aðalmanneskjan
Eftir uppákomuna í Saturday Night Live flugum við til Los Angeles í
Kaliforníu; þangað hafði ég aldrei komið áður. Við vorum á hóteli á
Sunset Boulevard, og það var gaman að fá sér göngutúra í nágrenninu.
Maður sá frægt fólk, t.d. sat Quentin Tarantino á veitingahúsi sem var
helgað Villta vestrinu rétt hjá hótelinu.
Björk og Jónas í ham. Mynd Birgitta Jónsdóttir.