Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 16
16 TMM 2008 · 3
J ó n a s S e n
viðtöl við þau Björk og McCartney og þau komu bæði mjög vel út. Bít-
illinn fyrrverandi er furðulega unglegur og þau litlu kynni sem ég hafði
af honum bentu til þess að hann væri hinn viðkunnanlegasti náungi.
Eftir nokkra daga í London héldum við aftur heim og vorum í fríi þar
til á sumarsólstöðum, þá hófst næsti hluti túrsins, sem að þessu sinni var
í Evrópu.
Fyrst komum við fram á Glastonbury hátíðinni, en hana sækir gífur-
legur fjöldi. Henni var sjónvarpað beint á vefnum og svo sýnd í sjón-
varpinu síðar. Sem betur fer hafði ég ekki hugmynd um að verið væri að
sýna tónleikana á Netinu, ég hefði örugglega verið taugaóstyrkari. Von-
andi boraði ég ekki í nefið!
Tónleikarnir gengu vel. Þegar ég sá nokkur tónleikaatriðin okkar á
YouTube mörgum mánuðum síðar gerði ég mér samt fyrst grein fyrir
því hve stirð við í rauninni vorum þessar upphafsvikur túrsins. Jú, í
sjálfu sér var allt eins og það átti að vera, en okkur fór stöðugt fram og
útsetningarnar á mörgum lögunum urðu litríkari með tímanum. Í
rauninni voru þau í sífelldri þróun og endurskoðun.
Eftir Glastonburyhátíðina lá leiðin á meginland Evrópu og héldum
við tónleika í Belgíu, Póllandi, Danmörku, Ítalíu, Sviss, Spáni, Hollandi
og víðar. Dóttir mín, sem þá var níu ára, þvældist með mér á tímabili og
það var engin smáræðis upplifun fyrir hana að koma til fimm landa á
tíu dögum. Hún skrifaði síðar ferðasögu (sem er u.þ.b. þrisvar sinnum
lengri en þessi grein!) og það var kostulegt að lesa hana og upplifa túrinn
með augum hennar.
Í Danaveldi komum við fram á Hróarskelduhátíðinni og eru þeir
tónleikar mér sérstaklega minnistæðir. Fyrir það fyrsta bilaði rafmagns-
semballinn hálftíma fyrir tónleikana og svo rigndi eins og hellt væri úr
fötu. Ég dáðist að fólkinu sem lét sig hafa það að standa í regninu allan
tímann.
Sef hjá Hemingway …
Þetta sumar komum við bæði fram á tónlistarhátíðum og á eigin tón-
leikum. Það er töluverður munur þar á. Tónleikar Bjarkar eru alltaf
mjög vel sóttir en fleiri koma á hátíðir, enda allnokkrar hljómsveitir sem
troða þar upp. Oft er áheyrendahópurinn ævintýralega stór.
Á tónlistarhátíðum hef ég heyrt í tónlistarfólki sem ég hef fengið
miklar mætur á. Þar á meðal er M.I.A. (Missing In Action), en rétt nafn
hennar er Mathangi „Maya“ Arulpragasam, og er hún frá Sri Lanka.
Tónlistin hennar er sérkennileg blanda af rappi, dans- og heimstónlist