Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 17
TMM 2008 · 3 17
F e r ð i n á h e i m s e n d a
og hún gerir mig gersamlega frávita. Maya hitaði upp fyrir Björk á tón-
leikum í Nimes í Frakklandi við upphaf þriðja hluta túrsins, þeir fóru
fram í rómversku hringleikahúsi.
Tónleikarnir voru sérstæðir. Fyrir það fyrsta hafði ég aldrei stigið fæti
mínum í rómverskt hringleikahús, hvað þá komið fram á tónleikum á
slíkum stað. Einnig voru þetta fyrstu tónleikarnir þar sem blásarastúlk-
urnar, sem nú voru farnar að kalla sig Wonderbrass, léku Brennið þið
vitar eftir Pál Ísólfsson um leið og þær þrömmuðu inn á sviðið. Síðan þá
hefur lagið nánast alltaf verið upphafsatriði tónleikanna. Það er líka
grípandi og þegar það er spilað á málmblásturshljóðfæri hittir það beint
í mark.
Í Nimes var ég í herbergi sem Ernest Hemingway hafði margoft gist í.
Eina nóttina þar vaknaði ég og vissi ekkert hvar ég var. Við höfðum jú
verið á endalausum þvælingi og þarna um nóttina þurfti ég að hugsa í
nokkrar sekúndur áður en ég mundi hvar ég var staddur. Síðan þá hefur
þetta stundum komið fyrir mig, þar á meðal á Íslandi. Einu sinni vakn-
aði ég um miðja nótt heima hjá mér og bölvaði yfir að hafa gleymt að
hengja á hurðina spjaldið þar sem stendur á Do Not Disturb.
Hápunktur þriðja hluta túrsins var þó ekki í Nimes. Hann var í
Madison Square Garden í New York seint í september, en á þessum hluta
túrsins ferðuðumst við um Evrópu, Kanada og Bandaríkin. Madison
Square Garden er risastór íþróttahöll, tekur hátt í tuttugu þúsund
manns. Einn náungi sagði mér að tónleikar í höllinni mörkuðu yfirleitt
þáttaskil á ferli tónlistarfólks. Í ævisögum byrjar oft nýr kafli þegar
tónleikar eru haldnir þar. Nú veit ég ekki hvort tónleikarnir okkar voru
svo mikilvægir í lífi Bjarkar, en fyrir okkur hin voru þeir stórviðburð-
ur.
Gaman var líka að koma fram í skemmtiþætti Conans O’Brian
nokkrum dögum síðar. Hann er óneitanlega með fyndnari náungum.
Það var í annað sinn sem við heimsóttum höll NBC sjónvarpsstöðv-
arinnar. Ég horfði á þáttinn í græna herberginu (nema auðvitað þegar ég
var að spila) og grét af hlátri megnið af tímanum.
Fátækt í Suður-Ameríku
Eftir þátt Conans O’Brian var þriðju lotu túrsins lokið. Seint í október lá
leiðin út aftur, í þetta sinn til Suður Ameríku og átti að halda tónleika í
Brasilíu, Argentínu, Chile, Perú og Kólumbíu.
Ferðin til Sao Paulo í Brasilíu tók um tólf tíma. Svo þurfti að taka aðra
flugvél til Rio de Janeiro, en þar áttu fyrstu tónleikarnir að vera. Við