Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 18
18 TMM 2008 · 3
J ó n a s S e n
gistum á glæsihóteli við sjóinn, en samt var fátækrahverfi við hliðina á
okkur. Reyndar var það sögusvið hinnar mögnuðu kvikmyndar um
glæpagengi og afvegaleidd börn, The City of God. Leiðsögumanneskjan
okkar í Brasilíu hafði einmitt unnið við þá mynd.
Í Rio de Janeiro er stutt bil á milli ríkra og fátækra. Ríkmannlegar
villur og hótel eru hvarvetna við hliðina á fátækrahverfum. Ég hafði
aldrei séð annað eins; sum húsin í fátækrahverfunum voru varla meira
en kassar. Þarna var raunveruleg fátækt. Síðan þá hefur mér fundist
undarlegt að heyra Íslendinga kveina yfir því hve skítt þeir hafi það. Oft
er talað um álver eins og nauðsynlega þróunaraðstoð við dreifbýlið, eins
og landsbyggðin sé fátækrahverfi í Brasilíu. Það var í Rio sem ég gerði
mér í fyrsta sinn grein fyrir því hve við Íslendingar höfum það í raun-
inni gott.
Ég fór því miður ekki til annarra landa í Suður Ameríku en Brasilíu
og Argentínu. Þegar ég var nýkominn til Buenos Aires lést faðir minn og
ég fór heim til að vera við jarðarförina. Þótt hann hefði verið veikur í
talsverðan tíma var þetta áfall, sérstaklega þar sem ég var hinum megin
á hnettinum þegar það gerðist. Þetta er einmitt neikvæða hliðin á svona
túralífi, aðskilnaðurinn við vini og fjölskyldu. Vissulega eru forréttindi
að fá að ferðast um allan heim á launum við að spila eða syngja, en
stundum getur það verið undarlega einmanalegt. Tilkoma Netsins hefur
þó gert aðskilnaðinn bærilegri.
Eins og áður sagði kunnum við um fjörutíu lög og ég spilaði ekki í
þeim öllum. Þrennir tónleikar voru eftir í Suður Ameríku þegar ég fór
heim til Íslands. Á þeim voru fyrst og fremst flutt þau lög sem ekki
kröfðust lifandi hljómborðsleiks.
Það var skrýtið að vera ekki með hópnum að spila. Tengslin voru
orðin svo sterk. Þegar ég vissi að félagar mínir voru að fara inn á sviðið
í Chile var ég með þeim í anda. Ég fylgdist með umfjölluninni um tón-
leikana á Netinu, sérstaklega á YouTube. Samt var gott að fá frí til að
sinna fjölskyldunni.
Sílikonur og gamlir kúrekar
Ég var á Íslandi mestallan nóvember og lagði ekki aftur land undir fót
fyrr en snemma í desember. Þá lá leiðin til Guadalajara í Mexíkó, því
næst Los Angeles og loks Las Vegas.
Af þessum þremur borgum var Las Vegas eftirminnilegust, a.m.k.
fyrir mig persónulega. Borgin er furðuleg. Hún er full af eftirlíkingum,
þarna er Eiffelturninn í smækkaðri mynd, Pýramídinn mikli skreyttur