Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 19
TMM 2008 · 3 19
F e r ð i n á h e i m s e n d a
vodkaauglýsingu, Trójuhesturinn fullur af leikföngum, o.s.frv. Við gist-
um á Palms hótelinu (þar sem O.J. Simpson hafði nýlega verið handtek-
inn fyrir gripdeildir), en í því er risastórt spilavíti og Playboyklúbbur.
Stemningin var eftir því. Íðilfagrar konur með sílikonbrjóst gengu um
beina í lobbíinu þar sem spilavítið var. Gamlir karlar með kúrekahatta
klipu í rassinn á þeim. Þetta var Paradís!
Ég hef lesið flestar bækurnar eftir Mario Puzo, þar á meðal bókina
um Guðföðurinn. Oft er sögusviðið Las Vegas. Ég er viss um að Mafían
hefur enn mikil ítök þar. Þegar við keyrðum þangað yfir Mojave eyði-
mörkina var eitt það fyrsta sem við sáum þegar við nálguðumst borgina
stórt skilti með mynd af vélbyssu. Undir henni stóð: „Prófaðu hana!“ Þar
fyrir neðan var heimilisfang.
Tónleikarnir okkar í borginni voru haldnir í Palms hótelinu. Salurinn
er stór á íslenskan mælikvarða, tekur um 3000 manns ef ég man rétt.
Það var þó talsvert minni áheyrendahópur en við áttum að venjast og
var það kærkomin tilbreyting. Í minni sölum verður nándin við áheyr-
endur meiri og það er notaleg tilfinning.
Nýja Sjáland og götublaðamennska
Tónleikarnir í Las Vegas voru þeir síðustu fyrir jól. Við fengum um
fimm vikna jólafrí og síðan var haldið út aftur, í þetta sinn til Nýja Sjá-
lands.
Ég kveið fyrir þeirri ferð. Fyrst átti að fljúga til London, þaðan til Los
Angeles og svo til Auckland á Nýja Sjálandi. Bara flugið átti að taka 26
tíma og við áttum að ferðast meira og minna í einni lotu.
En ferðin varð enn hroðalegri en ég bjóst við. Veðrið í Keflavík var
mjög slæmt og flugið til London tafðist um tvo tíma. Við misstum því
af vélinni þaðan til Los Angeles og þurftum að hanga á Heathrow til
klukkan tíu um kvöldið. Þá fór vél með okkur til Hong Kong og svo
þaðan til Auckland. Allt í allt tók ferðin, með bið á flugvöllum, um 40
tíma.
Björk hafði farið aðeins fyrr og lent í útistöðum við fréttaljósmyndara
í Auckland. Þegar ég var að bíða eftir töskunni minni á Heathrow
hringdi í mig blaðamaður á Morgunblaðinu til að fá innanbúðarupplýs-
ingar. Án þess að ég sé að mæla með því að fréttaljósmyndarar séu barð-
ir þá verð ég að viðurkenna að stundum hefur mig langað til að dangla
í þá sjálfur þegar ég hef séð þá eltast við Björk. Þeir eru eins og hræ-
gammar. Ég hafði samt ekkert um málið að segja við fréttamann
Morgunblaðsins. Hinsvegar sá ég ástæðu til að skrifa Styrmi Gunnars-