Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 20
20 TMM 2008 · 3
J ó n a s S e n
syni ritstjóra nokkru síðar, því ég var mjög ósáttur við götublaðastílinn
á blaðinu um þetta leyti.
Dropinn sem fyllti mælinn var þegar snúið var út úr bloggfærslu
minni um gagnrýni í áströlsku blaði, en við ferðuðumst hringinn í
kringum Ástralíu eftir að hafa verið á Nýja Sjálandi. Í gagnrýninni var
sagt að aðdáendur rokksveitarinnar Rage Against The Machine, sem
fyrr var nefnd, hefðu púað á Björk, væntanlega vegna þess að þeir héldu
að hún væri ekki nógu pólitísk. Það væri misskilningur. Sveitin væri
bara gervistjórnleysingi en Björk væri sjálf byltingin.
Auðvitað voru mun fleiri á tónleikunum en aðdáendur Rage Against
The Machine. Samt var þessu slegið upp í Morgunblaðinu undir fyrir-
sögninni „Púað á Björk í Ástralíu“. Fréttin átti greinilega að virðast vera
beint framhald af umfjölluninni um atvikið á flugvellinum í Auckland,
sem Mogginn hafði velt sér upp úr lengi á eftir. Ég þori að fullyrða að
lesendur blaðsins hafi sett þetta tvennt í samhengi, þótt ekkert samband
hefði verið þar á milli. Þetta minnti mig óþyrmilega á fyrirsögnina
frægu „Bubbi fallinn“, sem einnig var tæknilega séð rétt en engu að
síður útúrsnúningur og sölutrix.
Þessi kjánalega fyrirsögn hefði verið þolanleg ef hún hefði ekki birst
tiltölulega stuttu á eftir ósmekklegu bulli um að Björk þambaði vodka
um hverja helgi. Sú frétt birtist á Mbl.is í byrjun ársins og var höfð eftir
erlendum vef. Þetta var, og er, hrein lygi – ég get staðfest það persónu-
lega.
Nú er það svo að Mbl.is og Morgunblaðið eru í hugum margra nokk-
urn veginn sami hluturinn og maður gerir þá kröfu til Moggans að hann
sé vandaður fjölmiðill. Því er í hæsta máta óeðlilegt að á vefútgáfu blaðs-
ins sé verið að lepja upp slúður frá útlöndum án þess að það sé kannað
nánar. Vissulega var viðtal við talsmann Bjarkar í Mogganum daginn
eftir þar sem hann blés á þessa vitleysu, en það var bara ekki nóg. Það
hefði átt að vitna í hann í upphaflegu greininni.
Eins og áður sagði skrifaði ég Styrmi um þetta og hann sýndi málinu
fullan skilning. Síðan þá hefur aðeins verið fjallað faglega um Björk í
blaðinu, hvort sem það var bréfi mínu að þakka eða ekki. Ég var ekki sá
eini sem mótmælti þessum vinnubrögðum, það gerðu aðrir líka og það
kröftuglega.
Asískur megrunarkúr
Eftir að hafa komið mörgum sinnum fram á Big Day Out farandhátíð-
inni víðsvegar um Ástralíu lá leiðin til Asíu. Fyrst fórum við til Bali þar