Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 32
32 TMM 2008 · 3
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
Ætla mætti að þetta væru viðbrögð grænmetisætu, sem jafnframt finnur
sárt til með dýrunum. „Slátrun sakleysingja“ virðist vísa til kalkúna og
gæsa. Semsé viðbrögð manns sem ekki finnur annað að borða en osta-
samloku á þessum kjöt- og fiskstað. En þótt Bloom hafi vissulega samúð
með öllum lifandi verum, þá er rétt að minna á hvernig hann er upp-
haflega kynntur til sögunnar:
Mr Leopold Bloom ate with relish
the inner organs of beasts and
fowls. He liked thick giblet soup,
nutty gizzards, a stuffed roast
heart, liverslices fried with crust-
crumbs, fried hencods’ roes. Most
of all he liked grilled mutton kid-
neys which gave to his palate a fine
tang of faintly scented urine. (45)
Herra Leopold Bloom át með góðri
lyst innyfli fugla og fénaðar. Hann
hafði mætur á þykkri innyflasúpu,
fóarni með hnetum, fylltri hjarta-
steik, lifrarsneiðum steiktum í
brauðmylsnu, brösuðum þorsk-
hrognum. Mestar mætur hafði hann
á glóðarsteiktum kindanýrum sem
færðu bragðlaukum hans fínlegan
keim af daufum hlandþef. (55)
Þessi texti, þessar þrjár fyrstu málsgreinar kaflans, eru raunar til dæmis
um hversu prýðilega SAM tekst iðulega að endurskapa orðræðuna í
verki Joyce. Þegar kemur að stílsviptingum og ríkulegu orðafari er SAM
vel heima. Fyrsta málsgreinin er einkar laglega af hendi leyst; stuðla-
notkunin og jafnframt tilflutningur orðanna sem bera stuðlana, skapa
málsgreininni knappt og snöfurlegt yfirbragð sem er við hæfi: við hitt-
um Leopold fyrst fyrir í góðu jafnvægi á heimaslóð, áður en hann held-
ur í hina löngu og rysjóttu ferð um borgarhafið. Segja má að við kynn-
umst fyrst magamáli hans. Allt getur þó orkað tvímælis í þýðingum og
einmitt þessvegna eru þær svo pirrandi og heillandi viðfangsefni. Ættu
lokaorð þriðju málsgreinar að vera nákvæmari á íslensku, mætti þýða
þau svo: „fínlegan keim af daufilmandi þvagi“ fremur en „fínlegan keim
af daufum hlandþef“?
Slík álitamál dofna þó í samanburði við glímuna sem SAM lendir í
þegar hann fylgir Bloom inn til Davy Byrne. Sá matartexti er flóknari,
þéttari, svæsnari, og þar kemur vel fram áskorunin sem fylgir því að
þýða texta Joyce. Sá sem rýnir í þýðinguna getur ekki staðnæmst við
einstök orð; hann verður að spyrja hvað glatist og hversvegna, og hvort
það bjargist kannski að hluta til vegna samhengisins. Hvert er svigrúm
þýðandans – getur hann „bætt fyrir“ það sem glatast, komið að í staðinn
skapandi þáttum sem eiga heima í verkinu?
Lítum fyrst á ostinn í lok efnisgreinarinnar: „Sníklaostur“. Það var