Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 35
S a m b r a s
TMM 2008 · 3 35
hafði þýtt hana („Í dós er hennar draumur“) og í reynd „endurþýðir“
hann línuna því hér sem „Paradís á jörð.“ Vart er hægt að reikna með að
lesendur átti sig á því að hér er auglýsingin enn á ferð. Hinsvegar mynd-
ar „paradís“ laglega tengingu frá frumskógarsviðinu aftur yfir í dósa-
kjötspælingar og í því samhengi má segja að „paradís“ vísi einnig á
kaldhæðinn hátt til heimilis Bloomhjónanna.
Ég vék áðan að samslætti matar, dauða og kynlífs. Þótt mér þyki
auðvitað forkastanlegt að bók Joyce skyldi vera bönnuð svo árum skipti
á sínum tíma, verður því ekki neitað að Joyce er dóni. „To pot meat“ er
slanguryrði fyrir samfarir. „Potted meat“ (dósakjöt) er því líka limur
sem kominn er á sinn stað, sælustað, „an abode of bliss“. Sem fyrr segir
er Bloom þó ekki hrifinn af auglýsingunni og nú rifjast upp fyrir honum
að henni var komið fyrir undir dánarfregnum í dagblaðinu – sem er
auðvitað fyrir neðan allar hellur. Sjálfur hafði hann verið við jarðarför
kunningja síns Paddy Dignam um morguninn. Og þar með verður
samruni í huga Blooms. Lík í kistu er einskonar dósakjöt – meðal ann-
ars handa trjám – jafnvel plómutrjám. Og þá flýtur auðvitað með fyrr-
nefnda merkingin í „dósakjöti“, en hugur Blooms hlífir kunningjanum
við frekari íhugun í þessa veru með því að stökkva yfir í vangaveltur um
þá sem borða svona dósakjöt – í yfirfærðu merkingunum hvorum
tveggju (líkami og limur), því að mannætuhöfðinginn fær líklega tign-
asta partinn, sem á væntanlega að efla hans eigin kynmátt. Og þarna
kemur Ham aftur óbeint inn – „Það var eittsinn þeldökkur þengill, sem
þreifaði á holdi MacTriggers, og tuggði svo trúboðans vöðva.“ Þessi
limra sem fjarar út í einhvern óskapnað, verður enn bíræfnari hjá SAM
en Joyce, kannski vegna þess að sá fyrrnefndi þarf að hnykkja á vissu
samhengi sem hætt er við að verði gisnara en í upphafi, sökum þess að
tvíræðnin er svo erfið viðfangs.
En það sýnir sig hér að texti sem er eins þungaður og raunin er hjá
Joyce (svo nýtt sé og þýtt hið góða enska orð „pregnant“), getur haldið
merkingarneti sínu óskertu í meginatriðum þegar að kreppir. Slíkur
texti byggir á vissu ofhlæði sem kemur sér vel ef þýðandinn er vökull og
frjór. Og stundum skapast jafnframt svigrúm fyrir þýðandann, eins og
sést þegar SAM kemur laglega að orðunum „dómadags auglýsing“ og
„Útí hött“, en hvorttveggja fær væna virkni í áðurnefndu merkingarneti,
í sögu um dag sem í ýmsu tilliti er „dómsdagur“ í lífi manns sem er for-
vitinn um allt milli himins og jarðar.
Sökum áherslunnar á trúboðans vöðva þarf þýðandinn ekki að hafa
svo miklar áhyggjur þótt hann missi út hljóðlíkinguna í hinu mikilvæga
orði „concoction“. Við erum þá aftur komin að hinu raunverulega