Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 36
36 TMM 2008 · 3
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
dósakjöti, þótt hitt hljóti að fylgja með. Ekki nóg með það heldur má líta
svo á að í þessu orði, sem stundum er haft um matseld, búi mikilvæg
tenging milli matarmenningar verksins og fagurfræði þess í víðtækari
skilningi. Ulysses er „concoction“, þar er ýmsu blandað saman og með
óvæntum tengslum ólíkra eininga verður til alveg nýr bókmenntaréttur.
Og einmitt þarna er rúsínan í pylsuenda þess íslenska texta sem hér
hefur verið til athugunar. Á íslensku er dósakjötið kallað „sambras“. Það
er ekki einungis gott orð fyrir „concoction“ heldur má lesa í því skilaboð
um það sem þessir höfundar á tveimur tungumálum brasa saman. Í
þessu tilviki hefur það svo alveg sérstakt gildi fyrir þann sem flytur
verkið á íslensku. Sambras er í vissum skilningi miðpunktur hinnar
íslensku þýðingar á verki Joyce – verksummerki þýðandans, innsigli
hans og frjósemistákn.
Tilvísanir
1 Ódysseifur kom út í tveimur bindum hjá Máli og menningu árin 1992–1993.
Auk Ódysseifs og Æskumyndar listamannsins (Reykjavík: Mál og menning 2000)
hefur Sigurður einnig þýtt smásagnasveig Joyce, Dubliners, sem Sigurður nefnir Í
Dyflinni (Reykjavík: Mál og menning 1982). Í grein þessari verður vísað til fyrra
bindis Ódysseifs með blaðsíðutali í svigum á eftir tilvitnunum.
2 Ég hef áður fjallað með almennari hætti um Ulyssesþýðingu Sigurðar, þ.e.
í greininni „Ódysseifur á norðurslóð. Ulysses eftir James Joyce á íslensku“,
Umbrot. Bókmenntir og nútími, Reykjavík: Háskólaútgáfan 1999, bls. 137–143.
Sjá einnig grein mína „Rithöfundar í útlöndum. James Joyce á Íslandi“, Andvari,
130. ár, 2005, bls. 95–118.
3 Odysseifskviða, Sveinbjörn Egilsson þýddi, ritstj. Kristinn Ármannsson og Jón
Gíslason, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1948, bls. 150.
4 Um dagblaðakaflann, sem kenndur er við Eólus, guð vindanna, fjallar Sverrir
Hólmarsson í „Vindar og vonbrigði. Rýnt í sjöunda kafla Ódysseifs“, Tímarit
Máls og menningar, 1. hefti 1994, bls. 58–65. Í því hefti TMM eru einnig greinar
um Ódysseif eftir SAM og Soffíu Auði Birgisdóttur.
5 Sbr. Stuart Gilbert: James Joyce’s Ulysses. A Study (fyrst birt 1930), New York:
Vintage Books 1955, bls. 30.
6 James Joyce: Ulysses, ritstj. Hans Walter Gabler ásamt W. Steppe og C. Melchior,
New York: Vintage Books 1986, bls. 140–141. Skáletranir í frumtexta. Eftirfar-
andi vísanir í texta Joyce eru til þessarar útgáfu.
7 Don Gifford (with Robert J. Seidman): Ulysses Annotated. Notes for James Joyce’s
Ulysses, Berkeley: University of California Press 1988, bls. 179.