Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 39
TMM 2008 · 3 39
E n d u r f u n d i r
Hún gengur hægt í áttina að langborðinu sem merkt er með
gamla bekkjarheitinu, hinkrar þar til flestir eru sestir og fær sér
svo sæti nálægt enda borðsins. Brosir til sessunautanna, segir ekk-
ert. Það er hellt í glösin, skálað, maturinn borinn á borð.
– Mikið var gaman að þú skyldir geta komið.
Sessunautur hennar er lítil og kirnuleg kona. Hún kemur henni
ekki fyrir sig alveg strax, en áttar sig svo. Hildur. Hún kom ekki í
bekkinn fyrr en síðasta veturinn.
– Þú varst ekki á landinu á tuttugu ára afmælinu, var það?
– Nei, ég var svo lítið heima á þeim árum.
– Já, maður hefur nú fylgst svolítið með þér úr fjarlagð. Montað
sig aðeins og sagt: Við vorum í sama bekk í Gaggó. Ekki það að ég
hafi þekkt þig neitt mikið þá.
Hún brosir bara. Setur upp eitt af þessum tindrandi, töfrandi
brosum sem hrífa áhorfendur og blaðamenn. Það ætti að duga.
Súpan er hálfköld og vita bragðlaus.
– Manstu nokkuð eftir mér?
Hann situr hinum megin við borðið. Dökkhærður, augun grá
undir þungum brúnum. Djúpar skorur frá nefi að munnvikum. Jú,
hún man eftir honum. Simmi. Sigmundur. Man eftir að gjóa á hann
augunum þar sem hann sat skáhallt fyrir aftan hana, hann í glugga-
röð, hún í miðröð. Hann var sætur þegar hann var fimmtán ára.
– Ég var á síðustu tónleikunum þínum. Ég hef reyndar komist á
þá flesta sem þú hefur haldið hérna heima. Og einu sinni í London.
En mér fannst þessir síðustu bestir. Alveg frábærir.
Hún þakkar, brosir. Skrýtið að finnast allt í einu erfitt að kyngja.
Hún ætti þó að vera vön að taka hrósi. Hann heldur áfram að tala,
talar af talsverðri kunnáttu um óperur og söng. Samt er hann
hógvær, þykist ekki vita allt.
– Ert þú kannski tónlistarmaður?
– Nei, bara svona í frístundum. Áhugamaður um sönglist. Syng
í kór og svona.
– Skrýtið, segir Hildur hikandi. – Ég man ekkert sérstaklega
eftir að þú værir að syngja þegar þú varst í skólanum. Varstu
kannski í kórnum?
– Nei, svarar hún. – Ég var ekki í kórnum. Ég fór ekki að syngja
fyrr en seinna.