Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 42
42 TMM 2008 · 3
R a g n h e i ð u r G e s t s d ó t t i r
færar. Hún man allt í einu svo skýrt hvernig hún stóð næstum
agndofa og hlustaði á rödd sína, háa og tæra, bjarta og glaða. Eins
og hún væri að hlusta á allt aðra manneskju. Og kennarinn sat við
píanóið og brosti til hennar. Svo fór hún að hlæja af einskærri
gleði, þær hlógu báðar þar til tárin runnu niður kinnarnar.
Nú hlær hún líka. Ekki hátt, en hún hlær. Hún horfir á sessu-
nauta sína, karla og kerlingar, stelpur og stráka. Andlit barna og
fullorðinna renna saman. Þau hlæja líka, varlega, jafnvel feimn-
islega. Ekki þó skömmustulega? Nei, þau muna ekkert. Ekki
neitt.
Hún stendur upp, kveður, afsakar sig. Hún flýgur utan snemma
í fyrramálið. Gaman að hitta alla aftur. Bless, bless. Hópurinn við
borðið er ekki lengur hópur einstaklinga heldur skríður hann
saman í lifandi heild, er eins og stór skepna að baki henni, risastórt
skriðdýr með hundraðföld augu sem fylgja henni eftir þegar hún
gengur út úr salnum. Hún snýr sér ekki við. Göngulagið er ákveð-
ið, öruggt, tígulegt. Dýrið má ekki sjá ótta, ekki finna lykt af ótta.
Hún byrjar ekki að hlaupa fyrr en hún er komin út á næsta
götuhorn. Og henni tekst að hemja æluna niðri í hálsinum þar til
hún kemst í hvarf inni í húsasundi. Þá gýs hún upp í löngum
strókum. Hún ælir leikfimifötum og lýsispillum, stafsetningu,
stílabókum, strokleðrum og stundaskrám, frímínútum, einkunna-
bókum, nestistímum og niðurlægingu. Svo tekur hún pappírs-
þurrku upp úr veskinu sínu og þurrkar sér um munninn. Og í
tómarúminu í brjóstinu finnur hún vængjasláttinn í litlum fugli.