Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 44
44 TMM 2008 · 3
J ó n K a r l H e l g a s o n
Síðar, þegar Guðmundur Andri hafði lesið „Hulduljóð“ Jónasar, bætti
hann þeim í þessa deild í hausnum á sér, eins og hann kemst að orði, „og
mætti ef til vill kenna við systurina – kalla systurdeildina.“3 Þessi síð-
ustu orð bera með sér að umrædd grein er komin til ára sinna. Nú á
dögum nota menn ekki jafn sveitalegt orð og „deild“ í þessu sambandi
heldur tala hreint út um „grúpp“ (sbr. Baugur Group, FL Group). Guð-
mundur Andri er, með öðrum orðum, að lýsa fyrirbæri sem eðlilegast
væri að nefna Hallgrímsson’s Sister Group og skammstafa til hægðar-
auka HS Group.
Titillinn Grasaferðalok vísar þó ekki til innbyrðis tengsla „Grasaferð-
ar“ og „Ferðaloka“ né er ætlunin að fjalla hér frekar um líkindi þeirra
Þóru, Hildar og Huldu. Hugmyndin er fremur sú að skoða sögulok
„Grasaferðar“ frá fáeinum sjónarhólum, ekki síst í ljósi smásögunnar
„Týndu hringarnir“ eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm. Sagan kom
upphaflega út í smásagnasafni Torfhildar Sögur og æfintýri árið 1884 og
var síðar endurprentuð í safnritinu Draumur um veruleika. Íslenskar
sögur um og eftir konur sem Helga Kress ritstýrði árið 1977.4 Ýmislegt
bendir til þess að Kristín, önnur aðalpersóna sögunnar, sé fjórði með-
limurinn í systragrúppunni sem Guðmundur Andri hafði auga fyrir.
Grasaferðalok Jónasar
Allt frá því að „Grasaferð“ var fyrst prentuð í Fjölni árið 1847 hafa menn
deilt um hvort hún sé „brot“, svo vitnað sé til undirtitils hennar í frum-
útgáfunni, eða „fullburða verk“, eins og Steingrímur J. Þorsteinsson
kemst að orði í umfjöllun um söguna tæpri öld síðar.5 Þeir sem aðhyllast
fyrrnefnda viðhorfið telja að sögulokin komi líkt og skrattinn úr sauð-
arleggnum, fáeinum eða jafnvel fjölmörgum blaðsíðum of fljótt; of
margir lausir endar blasi við lesanda að lestri loknum. Hvorki fáist skýr-
ing á því hvaða dularfulli maður birtist fyrir ofan frændsystkinin ungu
á Bröttuskeið né hvort hann tengist grjóthruninu sem er nærri búið að
drepa þau. Eins sé á huldu hvort og hvernig þau eigi afturkvæmt til
byggða með fjallagrösin sín en í fyrri hluta sögunnar kemur skýrt fram
að klettaskoran sem þau smokra sér í gegnum á leiðinni sé svo þröng „að
hún varð ekki farin aftur ef við fengjum nokkuð í pokana“, svo vitnað sé
til orða stráksins í sögunni, frænda Hildar Bjarnadóttur.6 Samkvæmt
þessu sjónarmiði er „Grasaferð“ upphaf á lengri frásögn, jafnvel heilli
skáldsögu, sem Jónas bar ekki gæfu til að ljúka.7
Það er ekki þar með sagt að „Grasaferð“ sé fullkomlega endaslepp.
Frásögnin öll er lögð í munn frændanum eftir að meginatburðir hennar