Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 45
TMM 2008 · 3 45
G r a s a f e r ð a l o k
gerðust þannig að víst er að hann komst lifandi niður af fjallinu. Aldurs-
munurinn á honum sem sögumanni og persónu kemur glöggt í ljós þegar
hann ávarpar lesendur í miðri frásögn – „Ég vonast til að sumir af les-
endum mínum muni til sín þegar þeir hafa í fyrsta sinn fundið svo mikil
grös að þeir væru vissir um að geta tekið þar byrði sína fyrirhafnarlaust“
(s. 287) – til að ræða annars vegar um ákafa þeirra sem afla sér fengs úr
skauti náttúrunnar og hinna sem fást við handiðnir og vita jafnan hve
miklu þeir fái afkastað. „Ég var í þetta sinn,“ segir sögumaður fullorðins-
lega um sitt yngra sjálf á grasafjallinu, „í þeirra tölu sem gleðjast við að
sjá von sína rætast og þarf ég ekki að lýsa huga mínum fyrir þeim sem
hafa reynt eitthvað líkt því á mínu reki“ (s. 287). Í ljósi þessa lýkur sög-
unni í rauninni á því að sögumaður sest niður og fer að skrifa frásögn
sem hefst á orðunum: „Systir góð! sérðu það sem ég sé?“ (s. 281).8
Sjálfur er ég sammála þeim sem telja „Grasaferð“ vera fullburða verk
þar sem helst engu má hnika til. Þær ólíku túlkanir sögunnar sem Helga
Kress og Svava Jakobsdóttir birtu á síðum Skírnis árin 1989 og 1993 leiða
vel í ljós hve úthugsuð sagan er undir sínu einfalda yfirborði.9 Óumdeilan-
leg merki þess, sem þær ræða báðar um, eru ljóðin fjögur sem strák-
urinn fer með fyrir Hildi á fjallinu. Ljóðin endurspegla hvert með sínum
hætti meginviðfangsefni hennar og eru að því leyti skólabókardæmi um
það sem kallað hefur verið mise-en-abyme á erlendum málum.10 Meðal
þess sem þau endurspegla eru sögulok „Grasaferðar“.
Fyrstu kvæðin tvö, sem bæði eru þýðingar, önnur eftir sögumanninn
og hin eftir Hildi, lýsa sárum ástvinamissi. Í því fyrra er ljóðmælandi
unglingur sem misst hefur „alla hluti, auð og metorð, og unnustu með
glóbjart hár og fagurblá augu“ (s. 289). Hann situr á gröf móður sinnar
og syngur yfir henni öfugsnúna vögguvísu, biður hana að hugga sig við
söng næturgalans og býðst til að smíða henni hljóðpípu úr grátviðar-
grein: „Hresstu hug þinn / við hennar róm / er hún einmana / úti kvak-
ar“ (s. 291). Í síðari þýðingunni situr döpur smámey í trjálundi, harmar
horfna ást, hann „er sefur í mold“. Biður hún hið „Heilaga“ að kalla sig
brott úr jarðlífinu eða segja hjarta sínu hvað megi ljá því huggun. Í loka-
erindinu tekur hið Heilaga til máls, upplýsir að tárin muni ekki vekja
unnustann af dauðasvefninum en „mjúkasta hjartanu huggun það ljær
/ horfinnar ástar er söknuður slær / hennar að minnast og harma“ (s.
293). Freud hefði vafalítið getað skrifað undir þessa meðferð, sem og síð-
ari tíma sérfræðingar í því sem nú nefnist sorgarferli, en svo virðist sem
unglingurinn í fyrra kvæðinu sé að mæla með svipuðum aðferðum
þegar hann segir móður sinni að hressa hug sinn við tónlist grát-
viðarflautunnar. Huggunin felst í því að gefa sorginni mál.