Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 49
TMM 2008 · 3 49
G r a s a f e r ð a l o k
Félagslegar aðstæður sögumanna eru þær sömu en auk þess eru lýsing-
arnar á tengslum þeirra við heimasæturnar keimlíkar („Best féll mér
samt ævinlega við“ – „þó þótti mér í raun og veru vænst um“).
Líkt og í „Grasaferð“ er þó umtalsverð spenna í sambandi frændsyst-
kinanna hjá Torfhildi. „Hún var jafnaldra mín,“ segir Jósef um Kristínu,
en stundum setti hún þó óyfirstígandi þröskuld fyrir hégómadýrð mína með því
að leiðrétta mig bæði í latínu og öðrum vísindagreinum, sem ég þóttist fullfær
í. En svo stóð á, að þegar ég var í heimaskóla, nam hún allt, sem mér var kennt,
eingöngu af því að hlusta á, og eftir að ég var farinn í skóla, var tveim bræðrum
hennar kennt undir skóla, svo að hún var í mörgum greinum jafnvel komin fram
fyrir mig, þegar ég kom heim.21
Jósef á erfitt með að þola þessar leiðréttingar af hálfu Kristínar og verð-
ur því feginn þegar hann kemur heim sumarið 1828 að hún virðist vera
hætt þessum ósið. Hann skýrir það svo að hún sé orðin feimin við hann,
„því að ég hafði tekið á mig mikinn mannasvip tvö síðustu árin, er ég
ekki hafði komið heim“.22 Með þeim takast ástir þetta sumar og fer svo
að þau trúlofast en Jósef hefur eftir sem áður í hyggju að halda um
haustið til tveggja ára framhaldsnáms í Kaupmannahöfn.
Að góðum og gömlum heldri manna sið gaf ég henni hring og ekkert ský huldi
hamingjustjörnu okkar nema hin fyrirhugaða Kaupmannahafnar-ferð mín, sem
ekki dugði að fresta. Allan þennan tíma mátti ég hneigja og beygja latínu mína
eins og ég vildi, Kristín leiðrétti mig aldrei, enda ætla ég, að ég hafi ekki þá
verið orðinn svo mikill bögubósi. Í villu minni hugði ég þetta góðan undanboða
hlýðni þeirrar og auðsveipni, er konan er manninum um skyld, og bar alls engan
kvíðboga fyrir ókomna tímanum.23
Í brúðkaupsveislu í sveitinni síðari hluta sumars sýður þó upp úr þegar
Kristín leiðréttir Jósef eftir að hann hefur farið með fleipur um róm-
verska keisarann Kalígúla frammi fyrir hluta veislugesta. Slítur Jósef
trúlofuninni og skýrir þá ákvörðun svo: „’Blað skilur bakka og egg’, en
blaðið reynist oft breitt. Verst af öllu þótti mér sneypa sú, er ég þóttist
hafa orðið fyrir af völdum Kristínar, og því urðu kveðjurnar miklu kald-
ari, en annars hefði orðið.“24
Eins og glöggir lesendur hafa vafalítið áttað sig á er ekki nóg með að
Torfhildur sé hér að að vinna áfram með aðstæður persónanna úr
„Grasaferð“ heldur vísar hún með áberandi hætti til „Ferðaloka“ Jónasar
Hallgrímssonar. Augljósasta vísunin felst í hendingunni „blað skilur