Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 51
TMM 2008 · 3 51
G r a s a f e r ð a l o k
ar tvívegis í sögunni. Framarlega í henni er Jósef að velta fyrir sér hvers
vegna Kristín sé stöðugt að leiðrétta sig og segir þá meðal annars:
Enn fremur gat það orsakast af fordómum, er lágu á menntun kvenna – nei, ekki
á menntun kvenna, er ávallt hefur verið og er og verður konunnar prýði –, heldur
af fordómum, sem lágu á því, að konan væri sér menntunar sinnar og hæfileg-
leika meðvitandi, þar eð hún á og skal vera manninum undirgefin og má því ekki
hafa háar hugsanir um sjálfa sig. Það getur því verið, að þar eð Kristín vissi, að
hún hafði svo að segja stolna fjársjóði undir höndum, þar sem lærdómurinn var,
þá hafi hún svo sem forherst, og í stað þess, að fela hana undir kurteisisskýlunni,
hafi hún reynt að bera hana á borð sem oftast, að minnsta kosti fyrir mig.29
Hér, líkt og í „Grasaferð“, er viðfangsefnið hvað sé prýði á kvenfólki og
hvað ekki. Enda þótt það kunni að vera skömminni skárra fyrir konu að
vera menntuð en skáldmælt þá er greinilega ætlast til að hún ögri ekki
karlmönnum í kringum sig með því að opinbera getu sína á því sviði.
Í annan stað vísar Torfhildur óbeint til þess þegar sögumaður „Grasa-
ferðar“ segist hjartafeginn eigna sér allt sem Hildur gerir. Raunin er sú að
eftir að leiðir þeirra Jósefs skiljast giftist Kristín eldri manni, ekklinum
séra Einari á Stað. Hún gengur fjórum börnum hans í móðurstað og á
með honum þrjú börn að auki. Á meðan lýkur Jósef námi sínu í Dan-
mörku og útskrifast sem guðfræðingur og haga örlögin því þannig til að
hann tekur við prestsembættinu af séra Einari. Kemst hann þá að því sér
til undrunar að gamli maðurinn, sem verið hafði harðstjóri í umgengni
við fyrri konu sína, kemur fram við Kristínu eins og jafningja. Hrepp-
stjórinn í sveitinni getur frætt Jósef um hvernig á þessu stendur:
Prestur sagði mér sjálfur eitt sinn, er hann var kenndur, að hann hefði fyrir
löngu verið búinn að segja af sér, ef hann hefði ekki átt þessa konu. Hún semur
og skrifar ræðurnar fyrir hann, því að hann er orðinn ærið sljór. En söfnuðinum
þykja þær nú hjartnæmari en nokkru sinni áður hjá honum, er hann var upp á
sitt hið besta. Hún semur allar skýrslur og reikninga með honum og er í stuttu
máli önnur hönd hans. Í staðinn fyrir það er séra Einar henni hinn ástúðlegasti
eiginmaður og dregur ekki dulur á verðleika hennar né stelur af henni heiðr-
inum, eins og sumir gjöra, sem ekki einungis láta konuna bera einsamla hennar
áhyggjur, heldur leggja þar á ofan sínar áhyggjur á hana líka og halda henni svo
þrælbundinni sem skynlausu vinnudýri.30
Hér birtist kvenfrelsisboðskapur Torfhildar með mjög skýrum hætti en
stílfræðileg klókindi hennar felast í því að láta einn karlmann hafa þessi
orð eftir öðrum karlmanni.
Þessi tvö síðustu dæmi um textatengsl „Grasaferðar“ og „Týndu