Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 52
52 TMM 2008 · 3
J ó n K a r l H e l g a s o n
hringanna“ eru vissulega ekki eins ótvíræð og þau sem fyrr voru reifuð.
Í raun er frjórra að líta á þau í ljósi þeirra hugmynda sem John Stuart
Mill setur fram í riti sínu Kúgun kvenna (On Subjection of Women) en
sem bein viðbrögð við sögu Jónasar. Bók Mills kom upphaflega út á
ensku 1869 og er ekki ólíklegt að Torfhildur hafi haft veður af efni
hennar í Vesturheimi þar sem hún bjó á þeim tíma þegar hún samdi
„Týndu hringana“.31 Hér verður ekki farið út í nákvæman samanburð á
textum þeirra Mills og Torfhildar en þess má þó geta að umræða hrepp-
stjórans um eiginkonuna sem þrælbundið, skynlaust vinnudýr kallast á
við umfjöllun Mills um þann takmarkaða mun sem er á þræl og eig-
inkonu: „Hversu grimmur harðstjóri sem maður hennar er og hversu
ógæfusöm sem hún er […] þá getur hann heimtað af henni og þvingað
hana til að gera sér sjálfri hina mestu vanvirðu sem nokkurri mannlegri
veru er unnt að gera sér, nefnilega að inna af hendi dýrslegt ætlunarverk
móti vilja sínum.“32 Í framhaldi af þessum orðum ræðir Mills meðal
annars um grimmdarharðstjórn Filips fríða, Nadirs Shah og Kalígúlu,
en rifrildið um þann síðastnefnda bindur, eins og áður sagði, enda á
trúlofun þeirra Jósefs og Kristínar.
Smásagan „Týndu hringarnir“ er ljóslega skrifuð til að innræta karl-
mönnum svipaðar hugmyndir og Mill boðar í Kúgun kvenna. Þegar leið-
ir þeirra Jósefs skiljast spyr Kristín: „má ég ekki hafa málfrelsi, af því ég er
kvenmaður? Raunar var það ekki af monti, að ég leiðrétti þig, heldur af
því, að ég áleit það skyldu mína að leiðrétta hið ranga, og það jafnvel þó að
annar eins herra og þú ættir í hlut. Ég álít hvorki mig né aðra kvenmenn
andlega eða líkamlega þræla ykkar karlmannanna.“33 Sögunni lýkur á því
að Jósef lærir þessa lexíu. Hann fer alvarlega að hugleiða kosti og galla
menntunar kvenna og kemst „að þeirri niðurstöðu, að við menntun kon-
unnar væri mikið unnið en engu tapað“.34 Tveimur árum eftir að séra
Einar fellur frá gengur Jósef að eiga Kristínu og verða þau, „hin ham-
ingjusömustu hjón“ og eignast saman „tvö börn, lagleg og mannvænleg“.
Þó að ég sé enn eigi af mér genginn fyrir elli sakir, hefi ég þó oft notið, ekki ein-
ungis ánægju, heldur og gagns af menntun konu minnar, – að ég ekki tali um
börnin, sem hún kennir að mestu leyti. Ég hef í sannleika fengið endurborgaða
skapraun þá, er veraldarsögulesturinn hennar olli mér forðum, og nú á kvenna-
menntunin, og yfirhöfuð kvenfrelsið, ekki einlægara vin en mig, þó að ég því
miður lítið geti starfað að eflingu þess. 35
Torfhildi Hólm tekst þannig að leiða aftur saman sögumanninn og
grúppíuna úr skáldheimi Jónasar Hallgrímssonar, breyta systurdeild-
inni í róttækan kvenfrelsishóp, semja sín sjálfstæðu Grasaferðalokalok.