Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 57
TMM 2008 · 3 57
B r é f t i l pa b b a
og þarna hittum við hina fulltrúana sem voru frá Austur–Evrópulönd-
unum. Þarna voru þá saman komnir fulltrúar frá Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og svo frá Póllandi, Austur–Þýskalandi,
Vestur–Þýskalandi, Rússlandi og þá er allt upptalið. Þetta voru 2–4 frá
hverju landi og sumir með frúrnar með sér. Daginn eftir var svo farið
upp í Kunsthallen þar sem sýningin átti að vera, þar var búið að setja
myndirnar í bása þar sem hvert land var fyrir sig og búið að hengja upp
nokkuð af myndunum. Ég varð strax var við að myndin mín af mér
nöktum hafði vakið nokkra athygli án þess þó að neinn segði það bein-
línis, og mér hafði verið fenginn staður af bestu sort í okkar deild, mjög
áberandi. Menn unnu svo þarna í sátt og samlyndi og fulltrúar hvers
lands réðu niðurskipan sinna deilda og síðan kom starfsfólk og hengdi
upp samkvæmt okkar óskum.
Þetta hús er afar glæsilegt og maður sér hvað Kobbakot (Kjarvalsstaðir)
eru lítilfjörlegir eftir að kynnast svona húsi og aðsókn er óskapleg. Til
gamans get ég sagt þér að á síðasta ári komu í húsið nokkuð á aðra millj-
ón gesta. Jæja áfram með smjörið, við létum hengja myndirnar upp eftir
okkar hugmyndum og gengum frá deildinni okkar eins vel og efni stóðu
til að okkar mati eins og vera ber og okkur Braga kom prýðilega saman
og á þriðja degi var sýningin öll tilbúin. Þá var boðaður blaðamanna-
fundur kl. 4 um daginn en áður var haldinn á veitingastað mjög form-
legur fundur (Þjóðverjar eru einmitt þannig) og þar var kosinn nýr
formaður biennalsins og svo framvegis eintómt klapp í lófa og halelúja,
amen og svo framvegis gaman gaman! Síðan var staðið upp og að venju
gengu allir fulltrúarnir um sýninguna í halarófu og hver deild skoðuð
og gagnrýnd. Fyrst danska deildin og þýska deildin o.s.frv. Næst okkur
var pólska deildin og fólk gekk um og allir voru afskaplega ánægðir og
engar athugasemdir við neitt og allt í fína lagi allstaðar. Fulltrúar hvers
lands fyrir sig gerðu grein fyrir myndlist síns lands og ég beið þess
nokkuð spenntur að það kæmi að okkur. Svo var það svo undarlegt að
enginn virtist vilja fara út úr pólsku deildinni, fólk beinlínis þjappaðist
saman þar sem gengið var út. Þá tók ég loks af skarið og gekk fyrstur inn
í okkar hluta og losaði um tappann. Ég hafði mjög góðan túlk sem talaði
afar góða íslensku, ég flutti stutt yfirlit um íslenska myndlist enda er
saga hennar stutt og gerði grein fyrir öllum myndunum og myndlistar-
mönnunum á hlutlausan hátt nema Bragi gerði grein fyrir sínum mynd-
um. Þá fór fylkingin að mjakast að finnsku deildinni sem var hinumegin
við okkur, þetta voru um 50 manns, þá skyndilega kom fyrsta skotið
sem ég var reyndar búinn að bíða eftir, hinn nýkjörni formaður spurði