Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 59
TMM 2008 · 3 59
B r é f t i l pa b b a
vitlaust að verða og ákveðið var í snatri að ganga gegnum sýninguna og
halda svo fund um myndina mína á eftir sem var gert. Ég gerði nokkr-
ar athugasemdir við nokkrar myndir á leiðinni því margir höfðu sagt
mína mynd ómannúðlega og benti þeim á marga hluti miklu ómann-
úðlegri en þeir svöruðu eftir krókaleiðum. Svo var haldinn mikill hita-
fundur í veitingastofunni og ég hélt mér við sáttatillöguna um lokaða
mynd. Þá voru þeir svo hræddir um sem auðvitað var rétt að gestir yrðu
forvitnir um hvað ekki mætti sjást. Það var deilt fram og aftur og allt
var að springa í loft upp og endaði á því að greidd voru atkvæði um
hverjir vildu taka myndina niður. Þá kom fram atriði sem ég hafði
gaman af. Finnarnir héngu í rassinum á Rússunum sem auðvitað
stjórnuðu aðgerðum bakvið tjöldin og allar A–Evrópu þjóðirnar voru á
móti myndinni. Þegar svo var komið sagði ég skyndilega o.k., ég tek
myndina niður. Þá fyrst göptu allir, fólk hélt að þetta allt væri brella hjá
mér og ég myndi rífa allar myndirnar mínar niður, hlaupa með þær til
V–Evrópu og hrópa út til skandalblaðanna: Sjáið hvað ekki má sýna í
ritskoðunarlöndunum. En þegar ég tók þessa einu mynd niður án þess
að gera meira veður og flutti svo smáræðustúf um listamanninn og
þjóðfélagið sem hann er sprottinn úr þá breyttist heldur en ekki fram-
koman gagnvart mér enda ekki vanþörf á. Allir voru mjög hamingju-
samir og menn komu til mín og þökkuðu mér fyrir en fyrir mig var
þetta allt tómt grín. Jæja, blaðamenn höfðu verið látnir bíða heilan
hálftíma útaf öllu tilstandinu og nú loks þegar búið var að fela myndina
mína máttu þeir skoða sýninguna.
Það gekk allt eins og í sögu, maður var í sinni deild eins og hinir og tal-
aði við blaðamennina en samþykkt hafði verið að banna að minnast orði
á þetta allt með myndina mína, en auðséð að þeir vissu þetta og það var
mjög broslegt. Daginn eftir var svo opnun sýningarinnar með ráðherr-
um og ljósmyndablossum og þá eins og þegar blaðamenn komu kynnti
maður sína deild og það gekk allt vel, og svo voru stanslaus veisluhöld
allan tímann og þetta var ágætt, meira að segja Rússarnir urðu góð-
kunningjar mínir. Fínasta veislan var svo haldin í vandaðasta hóteli A–
Þýskalands í baðstrandarbænum Varnemunde í Hótel Neptune. Þarna
var aðeins boðið úrvalsliðinu úr hverri deild Eystrasaltsvikunnar, sam-
tals 5–700 manns. Frá okkur var aðeins boðið 6 manns, þ.e. forstjóra
Kunsthallen, Rússunum og okkur Íslendingunum. En þegar Finninn
frétti það tróð hann sér með (óskaplega snobbaður). Þetta er sú fínasta
veisla sem ég hef vitað, svignandi borð og flóandi vínföng, lögregluvernd
báðar leiðir og svo framvegis.