Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 65
TMM 2008 · 3 65
L j ó ð o g f l ó ð
Ef flett er upp í gegnir.is og leitað að útgefnum ljóðabókum á íslensku
frá árinu 2007 koma upp 67 nýir titlar. Þar af eru nokkrir aðeins til í
takmörkuðu magni og fá takmarkaða dreifingu, til dæmis ljóðabækur
sem gefnar eru út á vegum menningarsmiðjunnar Populus Tremula.
Önnur skáld nota netið til að koma ljóðum sínum á framfæri; hinir
mjög svo ólíku Matthías Johannessen og Jóhamar eiga báðir bækur með
ljóðum sem einnig hafa birst á vefjum þeirra.
Ljóð ræna
Og ljóðin kallast á og halla sér hvert að öðru. Tilvísanir milli ljóða eru
orðnar að sjálfsögðu fyrirbæri og á þann hátt byggist upp dálítill hug-
myndaheimur í kringum ljóðið. Ljóðið á sína lesendur sem bera kennsl
á ákveðin stef og minni og skapa þannig tilfinningu fyrir einhverskonar
sjálfstæðri tilveru ljóða, álíka þeirri sem lýst er í „Ljóðaflóði“. Yngri
skáld máta sig ákaft við eldri. Kristín Svava Tómasdóttir kemur með
sína útgáfu á ljóði eftir Sigurð Pálsson í Blótgælum, auk stælingar á
frægu ljóði Halldórs Laxness, „Únglingurinn í skóginum“. Þórdís
Björnsdóttir byrjar bók sína á ljóði eftir Gyrði Elíasson. Kristian Gutte-
sen vísar til Biblíunnar og fleiri trúarlegra rita í bók sinni Glæpaljóð.
Eiríkur Örn Norðdahl eyðir þónokkru púðri í einskonar stúdíu á „Tím-
anum og vatninu“ eftir Stein Steinarr í bók sinni Þjónn, það er Fönix í
öskubakkanum mínum, og stef úr ljóðum Steins Steinars birtast líka í
bók Ingólfs Gíslasonar, Sekúndu nær dauðanum – vá, tíminn líður!
Gerður Kristný tekst á við rómantískt myndmál í ljóðinu „Ævintýri á
fjöllum“. Þar birtist fjallkonan sjálf, spennir á sig „hamrabeltið / og
hendist niður hlíðina“ því „frést hefur að þýskur ferðamaður / reiki
rammvilltur um sveitina“ og hún „ætlar að ná honum / áður en björg-
unarsveitin birtist“. Fjallkonunni tekst ætlunarverk sitt og bregður fæti
fyrir manninn, hann finnst svo, „bundinn og blóði drifinn“. Þessi sýn á
fjallkonuna stangast á við hina blíðu kvenímynd sem iðulega er uppspretta
ljóða karlskálda, þessi fjallkona er hrekkjótt og öflug og jafnvel nokkuð
grimmúðleg. Gerður Kristný sýnir áhugaverðustu og öruggustu tökin á
þessari ljóðasamræðu, með hæfilegri blöndu af íróníu og gagnrýni.
i
Gerður Kristný er ljóðrænn töffari og sendi á síðasta ári frá sér sína
þriðju ljóðabók, Höggstað. Þar afsannar hún gamlar kenningar um kyn-
skiptingu ljóða, en eitt af því sem er talið skilja að ljóð kvenna og karla