Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 66
66 TMM 2008 · 3
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
er að ljóð karla vísi oft til klassískrar bókmenntahefðar, hetja og stór-
menna, meðan ljóð kvenna séu persónulegri og sértækari, fjalli meira
um heimilið og það nærtæka, svona líkt og bandaríska skáldkonan
Emily Dickinson sem fór aldrei út fyrir garðinn sinn, hvorki í eigin
persónu né ljóðum. Gerður Kristný sker þvert á þessar ,markalínur‘ og
kallast á við kanónur bókmenntasögunnar ekki síður en heimspekileg
karlskáld. Nálgun hennar er þó iðulega önnur, stungin írónískum undir-
tónum, án þess þó að fela í sér höfnun á þeim verkum sem nefnd eru til
sögunnar. Í Höggstað eru til dæmis ljóð sem vísa til Trjójustríðsins („nú
tálga ég hest“), Jónasar Hallgrímssonar og Egils sögu, auk þess sem
Hallgerður fær ljóð, en um hana hefur Gerður áður skrifað. „Dauðastríð
Egils“ er gott dæmi um hæfni skáldkonunnar til að varpa nýju ljósi á
kunnuglegt tema: Egill er deyjandi og draugar sækja að honum en þá
kemur dóttirin og ber honum hlýju gegnum blinduna. „Átti hún ekki
alltaf / inni hjá þér ljóð?“ er spurt, ekki að ástæðulausu. Inni á milli eru
ljúfari ljóð, til dæmis „Ættjarðarljóð“, þar er ættjörðinni lýst sem ískaldri
og býr ljóðmælanda kalda hvílu með dúnmjúka drífu sem kodda og
snjóbreiðu sem voð: „Landið mitt / útbreidd banasæng / nafn mitt
saumað / í hélað ver“. Þó myndin sé ísköld býr hún yfir hlýju sem kemur
fram í hinni heimilislegu og kvenlegu sýn á útsaumað verið. Fleiri ljóð
lýsa kulda, sorg og trega og minna mörg á þá tilfinningu einangrunar
sem birtist á stundum í Launkofa. Eitt slíkra er „Norður“ sem lýsir
ökuferð í snjó. Enn er myndmálið sláandi fallegt en þar er bílnum líkt
við búrhveli sem líður í gegnum hvítan sorta. Vegastikurnar leiftra
snögglega „eins og eldspýtur / litlu stúlkunnar í ævintýrinu“ og lýsa
hvalnum þar til hann kemur aftur „upp í vök / að blása“. Ökuferðin
breytist í djúpsjávarævintýri með smáviðkomu hjá H.C. Andersen og
lesandi getur ekki annað en haldið niðri í sér andanum.
ii
Ævintýrið er einnig viðfangsefni Þórdísar Björnsdóttur í þriðju ljóðabók
hennar, Í felum bakvið gluggatjöldin. Þar heldur skáldkonan áfram að
vinna með þann heim gotnesks myndmáls sem hún hefur skapað í fyrri
verkum sínum. Draumkennt yfirbragð er áberandi, í bland við reim-
leika. Í ljóðinu „Krákur“ er lýst einskonar draugahúsi þar sem ljóðmæl-
andi klippir blöðin af pottaplöntum, því þær „þjóna engum tilgangi hér
lengur.“ Hún lítur í kringum sig „til að sjá hvað tímanum líður“ en það
er engin klukka. Hana „langar að komast burt“ og láta krákurnar svæfa
sig, en þær búa á þaki húss þar sem hún bjó áður „og boða dauða hans /